Viðskipti

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Líflegir og góðir gestir hjá Jóni G.: Dísa í World Class, Jónas Þór og Guðrún Högna

Það verða líflegir og góðir gestir að venju hjá Jóni G. í kvöld. Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri fasteignarþróunarfélagsins Kaldalón og Guðrún Högnadóttir, framkvælmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, mæta í þáttinn til Jóns. Mjög fjölbreyttur þáttur að venju.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Kaup og sala Fisk Seafood á bréfum í Brimi: Markaðsvirði Brims yfir 70 milljarða kr.

Kaup Fisk Seafood á yfir 10 prósenta hlut í Brimi síðustu vikurnar, m.a. af Gildi lífeyrissjóði, og sala bréfanna til Útgerðarfélags Reykjavíkur með verulegum hagnaði hefur verið mjög í umræðunni síðustu daga. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er meirihlutaeigandi í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Greint var frá viðskiptunum sl. mánudag og áætlaði Fréttablaðið í morgun að hagnaður Fisk Seafood væri í kringum 1,3 milljarðar kr. af þessum viðskiptum. Hér má sjá hvernig gengi hlutabréfa í Brimi var við lokun markaða sl. mánudag en markaðsvirðið fór þá yfir 70 milljarða króna.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Dísa í World Class er gestur Jóns G. í kvöld: 450 starfsmenn og 44 þúsund viðskiptavinir

Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, eða Dísa í World Class, eins og hún er jafnan nefnd er gestur Jóns G. í kvöld. Viðtalið við hana er líflegt og skemmtilegt. Hún er lærður danskennari frá New York og segir frá árunum í stórborginni. Fyrirtæki hennar og eiginmannsins, Björns Leifssonar, er allt að því stóriðja; þau eru með 450 manns í vinnu og viðskiptavinirnir eru yfir 44 þúsund. Eins og mörg góð ævintýri byrjaði það árið 1985 sem lítil líkamsræktarstöð á um 300 fermetrum. Núna er World Class á 15 stöðum og auðvitað allt annað dæmi en í upphafi - svo fjölbreyttar eru líkamsræktarstöðvarnar.

Lægstu verðtryggðu vextirnir standa nú í 1,77 prósentum – Lægstu óverðtryggðu vextirnir í 4,6 prósentum

Lægstu verð­tryggðu breyti­legu vextir sem hægt er að fá vegna töku hús­næð­is­lána eru nú 1,77 pró­sent. Þessir vextir standa nú til boða hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðnum eftir að sjóðurinn lækk­aði vexti sína nýver­ið. Lægstu óverð­tryggðu vext­irnir sem standa fólki til boða vegna töku húsnæðislána eru nú 4,6 prósent. Hægt er að fá þessi vaxtakjör hjá Birtu líf­eyr­is­sjóði.

Ásgeir: „Gætum mögulega haldið áfram að lækka vexti“

Ásgeir Jónsson er nýtekinn við embætti seðlabankastjóra. Hann ræddi við Jón G. Hauksson í þættinum Viðskipti með Jóni G. á Hringbraut í gærkvöldi. Þegar Ásgeir tók við lyklavöldum að embættinu lét hann hafa eftir sér að um væri að ræða eina starfið sem hefði getað dregið hann úr Háskóla Íslands, þar sem hann var forseti hagfræðideildar.

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30

Ásgeir Jónsson og Ragna Árnadóttir gestir Jóns G. í kvöld

Þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, verða gestir Jóns G. í kvöld. Þetta er afar öflugur þáttur þar sem víða er komið við. Þetta er fyrsta vika Rögnu í nýjum starfi sínu sem skrifstofustjóri Alþingis en Ásgeir mætti til starfa fyrir hálfum mánuði í Seðlabankann.

Tap Sýnar jókst um 206 milljónir - „Fyrri spár stóðust engan veginn“

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir afkomu síðasta ársfjórðungs vonbrigði og að fyrri spár hafi engan veginn staðist. Tap Sýnar á öðrum ársfjórðungi nam 215 milljónum króna, sem er 206 milljóna króna aukning frá sama tímabili 2018, þegar tapið nam 4 milljónum króna. Hagnaður á fyrri árshelmingi ársins nam 455 milljónum króna, sem er 413 milljóna hækkun á milli tímabila.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstm. efnahagssviðs SA, hjá Jóni G. í kvöld:

Glíman við samdráttinn: Vaxtalækkun Seðlabankans og voru kjarasamningarnir raunhæfir?

Ásdís Kristjánsdóttir, forstmaður efnahagssviðs SA, er gestur Jóns G. í kvöld og fara þau yfir stöðu atvinnulífins nú á haustdögum. Glíman við samdráttinn er núna í fullum gangi og margt bendir til þess að bakslagið verði minna en áður var áætlað.

Eva María Þórarinsdóttir Lange, frkvstj. Pink Iceland, hjá Jóni G. í kvöld:

Pink Iceland gengur vel: Annast vel yfir 100 brúðkaup á ári eða á þriðja hverjum degi

Fyrirtækið Pink Iceland er áhugaverð ferðaskrifstofa en markhópur þess er hinsegin fólk. Eva María Þórarinsdóttir Lange byrjaði með það sem skólaverkefni í háskólanum en það vatt upp á sig og er núna fyrirtæki með tíu starfsmenn og á beinu brautinni þar sem það er rekið með hagnaði.

Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Jóni G. í kvöld:

Stefnumótun í fyrirtækjum: 95% starfsmanna vita ekkert um stefnu fyrirtækja sinna

Mjög fróðlegar umræður eru í þætti Jóns G. í kvöld um stefnumótun og hvernig eigi að innleiða stefnur í fyrirtækjum. Rannsóknir sýna að 95% starfsmanna í fyrirtækjum vita lítið sem ekkert um stefnu fyrirtækja sinna og fær Jón G. stjórnunarráðgjafann Bjarna Snæbjörn Jónsson til sín í þáttinn til að ræða þessi mál.

Marel á toppnum: fimm verðmætustu fyrirtækin í Kauphöllinni

Markaðir lækkað um allan heim: Úrvalsvísitalan á svipuðum slóðum og í lok apríl

Tugir ef ekki hundruð Íslendinga til Rússlands til að byggja upp þarlendan sjávarútveg

Það er nú það: Hvert fara 10 milljarðarnir sem ríkið innheimtir í kolefnisskatt af olíugeiranum?

Mórallinn skiptir máli: Hvernig beitir maður jákvæðri sálfræði meðal starfsmanna?

Viðskipti með Jóni G. hefst að nýju í kvöld – Rætt við forstjóra Vivaldi og forstjóra Nasdaq Iceland

Samskip bæta við skipum til Eystrasaltsins

Of lítið framboð af lyfjum hér á landi – Lágt verð og hár skráningarkostnaður

Vinna að því að stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air

Grímur veðsetti heimilið í hruninu: Samhentur og öflugur hópur náð miklum árangri - „Hef trú á að félagið eigi enn mikið inni“