Viðskipti

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, hjá Jóni G.: Um 2 milljónir manna skiptu við Húsasmiðjuna á síðasta ári

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, er gestur hjá Jóni G. í kvöld. Fram kemur að eitthvað er eðlilega að hægja á nýframkvæmdum á byggingamarkaði en engu að síður eru um 6 þúsund nýjar íbúðir í byggingu. Húsasmiðjan velti um 19 milljörðum króna á síðasta ári og skiptu um 2 milljónir manna við fyrirtækið. Langstærsti hluti veltunnar er þrátt fyrir þennan fjölda er langstærsti hluti veltunnar af viðskiptum við fyrirtæki. Það vekur athygli að Húsasmiðjan er með 4 verslanir í Reykjavík en 12 úti á landsbyggðinni.

Viðskipti með Jóni G.

Finnur Oddsson hjá Jóni G.: Salan á Tempo þriðja stærsta sala á hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða afkomu Origo á síðasta ári og segist Finnur nokkuð sáttur við afkomuna í ljósi krefjandi aðstæðna á síðasta ári. Origo er jafnan fyrsta fyrirtækið í Kauphöllinni til að birta ársuppgjör sitt og lýkur því af fyrir lok janúar. Origo er með þrjú svið í rekstrinum – svið notendabúnaðar, rekstrarþjónustu og hugbúnaðar – og vekur athygli að langstrærsti hluti hagnaðar Origo kemur frá hugbúnaðarsviðinu. Þeir Finnur og Jón G. ræða einnig söluna á 55% hlut í Tempo til Bandaríkjanna haustið 2018 og kemur fram að sú sala var þriðja stærsta sala á hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi.

Viðskipti með Jóni G.

Guðmundur Þ. landsliðsþjálfari er orðinn eftirsóttur fyrirlesari hjá stórfyrirtækjum hér heima og erlendis

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er gestur Jóns G. í kvöld en hann hefur látið að sér kveða sem fyrirlesari um stjórnun og haldið fyrirlestra í stórfyrirtækjum hér heima og erlendis.

Viðskipti með Jóni G.

Katrín Olga um fjölbreytileikann: Viljum við bara hafa eina trjátegund í skóginum?

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, er gestur Jóns G. í kvöld. Þau ræða að sjálfsögðu Hildi Guðnadóttur tónskáld og afrek hennar að vinna Óskarinn. „Við erum öll að rifna úr stolti,“ segir Katrín og bætir því við að Hildur sjálf og árangur hennar séu mikil hvatning fyrir konur til að láta til sín taka - og í sér heyra. „Það var einstakt hvernig hún lauk ræðu sinni þegar hún tók við verðlaununum.“

Viðskipti með Jóni G.

Eyþór Ívar: Markmiðið að Kaupmannahöfn verði höfuðborg nýs viðskiptahraðals í Evrópu

Eyþór Ívar Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða um hlutverk stjórna, tilnefningarnefndir, hvers vegna það þurfi öðru vísi stjórnir í sprotafyrirtækjum og auðvitað að stjórnarmenn eru fulltrúar jafnt smárra sem stórra hluthafa. Þá ræða þeir nýjan og athyglisverðan mennta-tæknihraðal sem Eyþór er ásamt fleirum að setja á laggirnar í Kaupmannahöfn. Menntun er stór atvinnugrein í heiminum og öll tækni sem hjálpar til við að gera menntun auðveldari er eftirsóknarverð fjárfesting. Eyþór segir að mennta-tækniumhverfið á Norðurlöndunum standi að þessu og markmiðið sé að gera Kaupmannahöfn höfuðborg Evrópu á sviði tækni í menntun.

Viðskipti með Jóni G.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts: Sendibréfin í frjálsu falli og leikurinn snýst núna um pakkana

Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, stendur í ströngu þessa daga og hefur þurft að taka mjög erfiðar ákvarðanir frá því hann tók við starfinu fyrir um ári. Í síðustu viku sagði hann upp 30 manns í tengslum við minni áherslu fyrirtækisins á fjölpóst.

Viðskipti með Jóni G.

60 ára og eldri með meiri orku, tryggð, reynslu og viðveru á vinnustöðum

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, var gestur Jóns G. í gærkvöldi og ræddu þau afar merka norska könnun sem gerð var nýlega og leiddi í ljós að forstjórar 19 norskra fyrirtækja telja að 60 ára og eldri séu úrvals vinnukraftur og séu með meiri kraft, tryggð, reynslu og viðveru á vinnustöðum en þeir yngri. Samkvæmt þessu eru 60 plús mjög vannýttur vinnukraftur en forstjórar á miðjum aldri, milli 40 til 50 ára, heykjast oftar en ekki á að ráða fólk á þessum aldri.

Viðskipti með Jóni G.

Stjórnendur hvetja aðra mest með því að vera sjálfir góð fyrirmynd

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, var gestur Jóns G. í gærkvöldi en hún fékk FKA-viðurkenningu í síðustu viku. Þar með var hún komin í hóp margra valinkunnra kvenna og leiðtoga í atvinnulífinu sem hafa fengið þessa eftirsóttu viðurkenningu.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Anna Steinsen: Fyrirtækjamenningin stjórnar hegðun starfsmanna

Anna Steinsen, ráðgjafi og einn eigenda KVAN, er í mjög forvitnilegu viðtali við Jón G. í kvöld. Þau ræða nauðsyn liðsheilda í fyrirtækjum og góðrar fyrirtækjamenningar. Stjórnendur geta verið eldklárir í áætlunum og pælingum en vonlausir í að búa til góða fyrirtækjamenningu sem aftur leiðir til þess að starfsmenn ná ekki tilsettum árangri. Góð fyrirtækjamenning kemur ekki af sjálfu sér – og gleymum því ekki að fyrirtækjamenningin stjórnar hegðun starfsmanna á vinnustöðum. Það eru margir pyttir til að varast.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Einn helsti hótelhaldari landsins og hefur byggt upp hótelkeðju með 17 milljarða í eigið fé

Hann er einn helsti hótelhaldari landsins og aðaleigandi stærstu hótelkeðju landsins í einkaeign; Íslandshótela. Við Ólafur Torfason athafnamaður ræðum hið mikla hótelveldi sem hann hefur byggt upp og teygir anga sína um allt land. Eigið fé Íslandshótela er um 17 milljarðar króna og hann rekur 11 Fosshótel víða um land. Á meðal hótela í Reykjavík eru Grand hótel, Centrum í Aðalstræti og hæsta hótel landsins, Fosshótelið við Höfðatorg.

Guðrún Björnsdóttir; 1.450 íbúðir, 3 leikskólar, bóksala, nokkrir veitingastaðir og 200 starfsmenn

Gréta María Grétarsdóttir hjá Jóni G.: Spyrjum okkar hvernig við getum einfaldað fólki lífið!

Hörður Ægisson hjá Jóni G.: Einn í dómnefndinni sagði: „Við þurfum að velja Messi.“

Segir tjón Samherja gríðarlegt

Hressilegur jólaþáttur hjá Jóni G. Eftirlætistími kaupmannsins verður um helgina

Guðmundur í Brimi hjá Jóni G.; Gvendur jaki var besti vinur okkar

Guðmundur í Brimi: „Þeir urðu þreyttir á mér og sögðu; þú fæddist of seint“

Heimavellir skipta um kúrs: Hafa selt 259 íbúðir það sem af er ársins!

Magnús Harðarson hjá Jóni G. í kvöld: Nítján félög í sjávarútvegi skráð í Kauphöllinni árið 2002!

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hjá Jóni G.: Leiguverð við Laugaveg víða galið