Viðskipti

Arnar Gauti Reynisson, forstjóri Heimavalla, hjá Jóni G. í kvöld:

Heimavellir skipta um kúrs: Hafa selt 259 íbúðir það sem af er ársins!

Arnar Gauti Reynisson, forstjóri Heimavalla, er gestur Jóns G. í kvöld og ræða þeir uppgjör þriðja ársfjórðungs sem og þá áherslubreytingu sem hefur orðið hjá félaginu. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að stækka félagið og byggja nýjar íbúðir, eins og á Veðurstofureitnum. Þess í stað hafa Heimavellir lagað til í eignasafninu og selt 259 íbúðir á árinu og hafa kynnt sölu á 120 íbúðum til viðbótar á næstunni.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld kl. 20:30:

Magnús Harðarson hjá Jóni G. í kvöld: Nítján félög í sjávarútvegi skráð í Kauphöllinni árið 2002!

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er á meðal gesta Jóns G. í kvöld. Þetta er efnismikið viðtal og víða komið við. Það kom öllum á óvart þegar MSCI-vísitölufyrirtækið, Morgan Stanley Capital International, hætti við að taka Kauphöllina inn í vísitöluna á dögunum en væntingar voru um annað. En Magnús og starfsmenn Kauphallarinnar funda í þessari viku með fulltrúum Morgan Stanley út af málinu.

Helgi S. Gunnarsson hjá Jóni G.:

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hjá Jóni G.: Leiguverð við Laugaveg víða galið

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, er gestur Jóns G. í kvöld. Eignasafn Regins er metið á um 136 milljarða króna og eru þekktar fasteignir í því eins og Smáralind, Hafnartorg og Höfðatorg svo nokkrar séu nefndar. Í viðtalinu við Helga kemur fram að leiguverð við Laugaveg sé víða galið og hafi orðið til þess að verslanir og fyrirtæki hafi ekki séð sér fært að vera þar og flutt í burtu.

Vilhelm Þorsteinsson hjá Jóni G.:

Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, hjá Jóni G. í kvöld: Mjög sáttur við þriðja ársfjórðung!

Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, er gestur Jóns G. í kvöld og koma þeir mjög víða við sögu. Hann tók við stöðu forstjóra snemma á árinu og hefur orðið að láta til sín taka við að hagræða í rekstrinum líkt og flest félög á Íslandi um þessar mundir. Félagið birti uppgjör sitt á 3ja ársfjórðingi og skilaði um 1 milljarði í hagnað á honum. Vilhelm fer yfir kröftuga starfsemi félagsins á norðurslóðum og fer yfir Trans-Atlantic flutninga félagsins. Hann vann í Íslandsbanka í um tuttugu ár og síðustu tíu árin sem einn af stjórnendum bankans. Hann segir í sjálfu sér lítinn eðlismun á að stjórna í banka eða í brú skipafélags. Verkefnið sé að búa til hópa og mynda samheldni starfsfólks til að ná tilsettum markmiðum. Samherji á 25% hlut í Eimskip og spurður um hvort Samherjamálið hafi haft áhrif á viðskipti Eimskips erlendis, segir Vilhelm að sem betur fer sé svo ekki. Félagið er með yfir 1.700 starfsmenn í starfsstöðvum í 18 löndum, þar af um 900 starfsmenn hérlendis. „Starfsmenn okkar hér heima hafa fylgjast auðvitað með framvindu málsins eins og aðrir Íslendingar. En starfsmenn vita að við erum sjálfstætt félag, við erum skráð félag og frá degi til dags er félagið stýrt af stjórnendum og við einbeitum okkur að rekstrinum.“

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Bogi Nils hjá Jóni G. í kvöld: Ánægjulegt að sjá íslenskt flugfélag koma inn á markaðinn

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er gestur Jóns G. í kvöld og þar fer hann yfir uppgjör þriðja ársfjórðungs hjá félaginu og stóru myndina sem blasir við í samkeppninni í fluginu. Icelandair Group skilaði 7,5 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þrátt fyrir það gengur afkomuspá ársins út á tap, annað árið í röð. „Það er auðvitað ekki viðunandi að félagið tapi tvö ár í röð,“ segir Bogi Nils.

Viðskipti með Jóni G.

Ingibjörg Steinunn í PrentmetOdda: Prentiðnaðurinn gróðursetur daglega á svæðum á stærð við 1.500 fótboltavelli

Á meðal þess sem fram kemur í samtali Jóns G. við þau hjón Guðmund Ragnar Guðmundsson og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur, eigendur PrentmetOdda, er hversu grænn prentiðnaðurinn er á Íslandi sem hversu mikið prentiðnaðurinn í Evrópu leggur upp úr að planta trjám.

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld:

Guðmundur og Ingibjörg keyptu Odda: Stofnuðu Prentmet á brúðkaupsdeginum sínum

Hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur PrentmetOdda, eru gestir Jóns G. í kvöld. Þau segja frá kaupum Prentmets á prentsmiðjunni Odda fyrir hálfum mánuði og stöðunni í prentiðnaðinum í Evrópu sem er með allra grænustu atvinnugreinum álfunnar. Þau hjón kynntust í Háskólanum á Bifröst fyrir rúmum þrjátíu árum og gengu síðan í það heilaga 4. apríl 1992. Merkisdagur; þau stofnuðu Prentmet á brúðkaupsdeginum sínum. Og viti menn; þau slepptu brúðkaupsferðinni en hófust strax handa í hinu nýstofnaða fyrirtæki. Athafnafólk.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hjá Jóni G. - Sala eigna og þriggja milljarða hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin á Lykli

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða stórkaup TM á fjármálafyrirtækinu Lykli sem fjármagna bæði bíla og tæki. Fram kemur að TM fjármagnar kaupin með nýju þriggja milljarða króna hlutfjárútboði, þar sem núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt í fyrstu umferð - sem og með sölu eigna. Sigurður fer yfir þessi kaup með Jóni G. og hvaða áherslubreytingar eru hjá TM með þessum kaupum. Lykill er með um 32 milljarða í útlánum og áætlað er að það sé um 15% af bíla- og tækjalánum, auk þess sem Lykill býður upp á rekstrarleigu og langtímaleigu.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G. - Viðskiptavinir Haga vel á þriðju milljón hvern mánuð

Finnur Árnason, forstjóri Haga, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða hinu hörðu samkeppni sem ríkir á matvörumarkaðnum. Nýjar áherslur Haga og hálfsársuppgjörið sem birt var í síðustu viku. Þrátt fyrir að Högum hafi verið gert af Samkeppniseftirlitinu að fækka verslunum og bensínstöðvum með kaupunum á Olís hefur velta Hagkaupa, Bónus og Olís, hvers um sig, hækkað. Fram kemur að viðskiptavinir Haga eru vel á þriðju milljón á mánuði! Þá fara þeir Jón G. og Finnur yfir hugmyndir Haga um nýtingu nokkurra þekktra lóða Olís undir sambland af íbúðabyggð, Bónusverslunum og Olís-stöðvunum. Hagar hafa unnið að þessum tillögum í samtölum við borgaryfirvöld um nokkurt skeið. Þetta er yfirgripsmikið viðtal við Finn en inn í spjall þeirra Jóns G. blandast umræða um leikritið Atómstöðina. En Ebba Katrín, dóttir Finns, hefur slegið í gegn í hlutverki Uglu.

NÝ VERÐKÖNNUN: Costco eða Krónan? – Þú getur sparað góðan pening!

Hringbraut hefur birt eina verðkönnun á nokkrum vörum hjá Costco og Krónunni og birtir hér nýja könnun með fleiri vörum. Í langflestum tilfellum er verðið lægra hjá Costco, en það verður að hafa í huga að í flestum tilfellum þarf að versla meira magn inn í einu af hverri vöru í Costco. Mesti verðmunurinn er á Kikkoman Soja sósa, en lítrinn kostar 589 krónur í Costco en 2660 krónur í Krónunni. Þá er minnsti verðmunurinn á Schweppes Tonic, eða 1,3 prósent, drykkurinn er ódýrari í Krónunni. Hringbraut mun halda áfram að birta verðkannanir á næstu dögum.

Alda Sigurðardóttir, frkvstj. Vendum: Hættan við að gera besta sérfræðinginn að stjórnanda

Pétur Már Halldórsson, Nox Medical, hjá Jóni G.: Stórsókn Nox Health gegn svefnleysi

Hlutabréfaverð Icelandair snarhækkar

Svava Johansen fer á kostum hjá Jóni G: „Ég er með austfirskt kaupmannsblóð í æðum!“

Traust er helsti gjaldmiðillinn: Aðalheiður Ósk, form. Stjórnvísi, hjá Jón G.

Bylting í tökum á knattspyrnuleikjum: Guðjón Már í OZ hjá Jóni G.

Hörkukeppni við Google. Vilborg Helga, forstjóri Já, hjá Jóni G. í kvöld

Opnun Marriot hótelkeðjunnar tefst og kostnaður hækkar: „Það veldur okkur engum áhyggjum - Ég held að þetta fari allt vel”

„Græddi tæpar 15 milljónir á dag. 616 þúsund á tímann. Rúmar 10 þúsund á mínútu. 171 króna á sekúndu“

Bjarni Ármannsson hjá Jóni G. í kvöld: Iceland Seafood á aðallista Kauphallarinnar í lok mánaðarins