Viðskipti

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Guðrún Björnsdóttir; 1.450 íbúðir, 3 leikskólar, bóksala, nokkrir veitingastaðir og 200 starfsmenn

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, er gestur hjá Jóni G. í kvöld. Hún hefur stýrt þessu athyglisverða fyrirtæki í tuttugu ár og á þeim tíma hefur yfirgripsmikil uppbygging átt sér stað. Dagurinn í dag, 15. janúar, er raunar merkisdagur í sögu félagsins; það fær 244 nýjar íbúðir í stórglæsilegum stúdentagörðum á Vísindareitnum svonefnda afhentar frá Ístak sem annaðist smíði íbúðanna.

Viðskipti með Jóni G.

Gréta María Grétarsdóttir hjá Jóni G.: Spyrjum okkar hvernig við getum einfaldað fólki lífið!

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, er gestur Jóns G. í kvöld en Gréta og Krónan fengu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar um áramótin. Þetta er fróðlegt viðtal við Grétu en í áliti dómnefndar Viðskiptablaðsins er sérstaklega tekið til þess hve umhverfismál Krónunnar vega mikið í rekstrinum – en Krónan getur státað af nokkrum umhverfisverðlaunum, eins og Kuðungnum og Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins 2019; Framtaki ársins. Þá hafa tvær verslanir Krónunnar fengið Svansvottun. „Við finnum mikinn meðbyr í umhverfismálum og þau koma mjög við sögu þegar gengið er um verslanir okkar. Við spyrjum okkur daglega að því hvernig við getum einfaldað fólki lífið!,“ segir Gréta María.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld kl. 20:30

Hörður Ægisson hjá Jóni G.: Einn í dómnefndinni sagði: „Við þurfum að velja Messi.“

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, er gestur Jóns G. í fyrsta viðskiptaþætti hans á nýju ári. Þeir koma víða við í stórfréttum viðskiptalífsins á síðasta ári. Að sjálfsögðu fara þeir vel yfir útnefningu blaðsins á Viðskiptamanni ársins 2019: Árna Oddi Þórðarsyni. Fara yfir bestu og verstu viðskiptin og ræða samkeppnishæfni atvinnulífsins á Íslandi um þessi áramót þegar laun eru hærri en í viðskiptalöndunum, raunvextir háir, skattar hærri en gengur og gerist, gengi krónunnar firnasterkt og áfram mætti telja í mjög fróðlegu spjalli þeirra.

Segir tjón Samherja gríðarlegt

Viðskipti með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld:

Hressilegur jólaþáttur hjá Jóni G. Eftirlætistími kaupmannsins verður um helgina

Hressilegur jólaþáttur hjá Jóni G. á Hringbraut. Gestir hans eru Magnea Þórey Hjámarsdóttir, frakvstj. Icelandair hótela, Gunnar Egill Sigurðsson, frkvstj. verslunarsviðs Samkaupa, Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður í Kokku við Laugaveg og Egill Örn Jóhannsson, frkvstj. Forlagsins. Jólaverslunin og spjall um verslun og viðskipti núna á aðventunni. Kl. 20:30 í kvöld og á tveggja tíma fresti eftir það næsta sólarhringinn.

Guðmundur í Brimi um mikla helgarvinnu á námsárunum í Versló:

Guðmundur í Brimi hjá Jóni G.; Gvendur jaki var besti vinur okkar

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að nafni sinn Guðmundur J. Guðmundsson, jafnan nefndur Gvendur jaki, einn helsti verkalýðsforingi síðustu aldar, hafi verið besti vinur unglinganna á Rifi. „Hann setti yfirvinnubann á lestun skipa í Reykjavík þannig að á föstudagskvöldum fóru skipin frá Reykjavík og Rif var fyrsta höfnin þannig að þá fengum við alltaf vinnu allar helgar allan veturinn og fengum vel greitt fyrir enda á yfirvinnutaxta allan tímann,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Kristjánsson í Brimi hjá Jóni G. í kvöld:

Guðmundur í Brimi: „Þeir urðu þreyttir á mér og sögðu; þú fæddist of seint“

„Þeir Kristján Ragnarsson og Halldór Ásgrímsson voru orðnir ansi þreyttir á mér og sögðu svo reiðir: Þú fæddist of seint. Þú verður að kaupa kvóta ef þú vilt eignast kvóta,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, meðal annars í yfirgripsmiklu viðtali í þættinum Viðskipti með Jóni G. á Hringbraut þátturinn er á dagskrá kl. 20:30 í kvöld.

Arnar Gauti Reynisson, forstjóri Heimavalla, hjá Jóni G. í kvöld:

Heimavellir skipta um kúrs: Hafa selt 259 íbúðir það sem af er ársins!

Arnar Gauti Reynisson, forstjóri Heimavalla, er gestur Jóns G. í kvöld og ræða þeir uppgjör þriðja ársfjórðungs sem og þá áherslubreytingu sem hefur orðið hjá félaginu. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að stækka félagið og byggja nýjar íbúðir, eins og á Veðurstofureitnum. Þess í stað hafa Heimavellir lagað til í eignasafninu og selt 259 íbúðir á árinu og hafa kynnt sölu á 120 íbúðum til viðbótar á næstunni.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld kl. 20:30:

Magnús Harðarson hjá Jóni G. í kvöld: Nítján félög í sjávarútvegi skráð í Kauphöllinni árið 2002!

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er á meðal gesta Jóns G. í kvöld. Þetta er efnismikið viðtal og víða komið við. Það kom öllum á óvart þegar MSCI-vísitölufyrirtækið, Morgan Stanley Capital International, hætti við að taka Kauphöllina inn í vísitöluna á dögunum en væntingar voru um annað. En Magnús og starfsmenn Kauphallarinnar funda í þessari viku með fulltrúum Morgan Stanley út af málinu.

Helgi S. Gunnarsson hjá Jóni G.:

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hjá Jóni G.: Leiguverð við Laugaveg víða galið

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, er gestur Jóns G. í kvöld. Eignasafn Regins er metið á um 136 milljarða króna og eru þekktar fasteignir í því eins og Smáralind, Hafnartorg og Höfðatorg svo nokkrar séu nefndar. Í viðtalinu við Helga kemur fram að leiguverð við Laugaveg sé víða galið og hafi orðið til þess að verslanir og fyrirtæki hafi ekki séð sér fært að vera þar og flutt í burtu.

Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, hjá Jóni G. í kvöld: Mjög sáttur við þriðja ársfjórðung!

Bogi Nils hjá Jóni G. í kvöld: Ánægjulegt að sjá íslenskt flugfélag koma inn á markaðinn

Ingibjörg Steinunn í PrentmetOdda: Prentiðnaðurinn gróðursetur daglega á svæðum á stærð við 1.500 fótboltavelli

Guðmundur og Ingibjörg keyptu Odda: Stofnuðu Prentmet á brúðkaupsdeginum sínum

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hjá Jóni G. - Sala eigna og þriggja milljarða hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin á Lykli

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hjá Jóni G. - Viðskiptavinir Haga vel á þriðju milljón hvern mánuð

NÝ VERÐKÖNNUN: Costco eða Krónan? – Þú getur sparað góðan pening!

Alda Sigurðardóttir, frkvstj. Vendum: Hættan við að gera besta sérfræðinginn að stjórnanda

Pétur Már Halldórsson, Nox Medical, hjá Jóni G.: Stórsókn Nox Health gegn svefnleysi

Hlutabréfaverð Icelandair snarhækkar