Vei klippa

Undir yfirborðið - 1. þáttur - Vitundarvíkkandi efni

31.10.2019

-- Nýtt æði á Íslandi – að taka inn DMT úr plönturíkinu til að vakna til vitundar, heila sig og þroskast.

Við heimsækjum andlegu undirheimana í þessum þætti, en sí stækkandi hópur íslendinga notar vitundarvíkkandi efni til að flýta fyrir þroska sínum. Við erum að tala um s.k. DMT efni sem eru meðvitundarörvandi, sem örva framleiðslu gleðihormónsins serotonin, vekja skynfærin og valda jafnvel ofskynjunum.   Fólk lýsir stórkostlegri guðlegri reynslu, aðrir tala um vitundarvakning sem breytir öllu og sumir segjast hafa losnað við allan ótta!  Allir virðast upplifa opinberun eða vitundarvakningu sem breytir sýn á lífið og tilveruna --- sem færir fólk nær sjálfu sér, kærleikanum og náttúrunni.

Í þættinu leitar Ásdís Olsen svara við því hvort hún vilji nota Ayahascha til að losna við sínar sálarkrísur.  Hún ræðir við Ólaf Stefnánsson handboltakappa sem hefur góða reynslu af vitundarvíkkandi efnu og segir tímabært að við opnum augun fyrir feðraveldisruglinu sem við erum búin að týna okkur í og tengjum við okkur sjálf og kærleikann. 

“Við þurfum hjálp efni til að vakna til vitundar --- annars fer illa fyrir okkur”, segir viðmælandi okkar í þáttunum.  “Við fljótum sofandi að feigðarósi og það gengur ekki að bæla, deyfa og flýja sjálfan sig endalaust með áfengi, vinnu, gleðiglaum og öðrum flóttaleiðum. Við þurfum að vakna til vitundar og tengja við okkur sjálf, náttúruna, kærleikann og hvort annað.” 

Við kynnumst einnigErlu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara, sem fékk krabbamein og náði bata með óhefðbundnum leiðum.  Hún segi Ayahascha hafa kennt sér að “við vitum ekkert”, og að við lifum á mjög takmörðuu vitundarsviði. Haraldur Erlendsson geðlæknir segir vitundarvíkkandi efni (psychadellics) hafa gefist vel fyrir marga sem hafa verið að kljást við þunglyndi, kvíða og fíknir, en frekari rannsókna sé þörf.  Arnór Sveinsson jógakennari segir að mannkynið sé að fá högg núna og að við hreinlega þurfum hjálp þessara efni til að vakna til vitundar.  

Í lok þáttarins tekur Ásdís ákvörðum um að prófa Ayahascha og lofar að segja frá reynslu sinni.

 

Fleiri myndbönd

Undir yfirborðið - 6. þáttur - Fjölkærni (polyamory)

05.12.2019

Undir yfirborðið - 5. þáttur // Tantra, poly og ista

28.11.2019

Undir yfirborðið - 4. þáttur - Dáleiðsla

23.11.2019

Undir yfirborðið - 4. þáttur - Dáleiðsla - stikla

19.11.2019

Undir yfirborðið - 3. þáttur - Kraftaverkasaga Þórlaugar

14.11.2019

Stikla - Undir yfirborðið - 3. þáttur // Kraftaverkasaga Þórlaugar

13.11.2019

Undir yfirborðið - 2. þáttur - Ástarfíkn og ástarforðun

07.11.2019

Stikla - Undir yfirborðið - 2. þáttur - Ástarfíkn og ástarforðun

07.11.2019

Stikla - Ásdís Olsen fer Undir yfirborðið // Nýr þáttur

04.10.2019