Vei klippa

Stikla - Undir yfirborðið - 3. þáttur // Kraftaverkasaga Þórlaugar

13.11.2019

3. þáttur á mið. kl. 20:00

Ásdís Olsen fer UNDIR YFIRBORÐIÐ: Kraftaverkasaga Þórlaugar

-- Hún var dauðvona á líknardeild þegar hún fékk hjálp að handan sem bjargaði lífi hennar. 

Saga Þórlaugar er ótrúleg og skelfileg. 37 ára gömul var hún hamingjusamlega gift, tveggja barna móðir, í háskólanámi í Kaupmannahöfn. Stuttu síðar var hún fráskilin og dauðvona.  Þá gerðust yfirnáttúrulegir atburðir sem enginn læknir hefur getað útskýrt.

Við heimsóttum Þórlaugu í eina af hæstu blokkum landsins, í Sólheimunum þar sem hún býr ásamt syni sínum og með útsýni svo langt sem augað eygir. Hún hefur nýlega skilað meistararitgerð í alþjóðastjórnmálum (Cyber Security) og segist njóta lífsins betur nú en nokkru sinnum fyrr.

Í þættinum segir Þórlaug okkur sögu sína, sem er vægast sagt átakanleg.  Hún rifjar upp þá skelfingu að vakna upp í miðri skurðaðgerð með hulu fyrir augum og geta ekki gefið nein merki um ástand sitt. Hún lýsir líka sárum vanmætti sínum þegar hún hafði misst stöðu sína, hlutverk, maka, styrk og sjálfsvirðingu og finnst enginn taka mark á sér. Tilfinningarnar flæða og tárin streyma.  Og ég sem hef aðeins það hlutverk að hlusta fallega, fæ að upplifa meiri tilfinningar en ég kæri mig um. Þess ber því að geta að allir lifðu þetta viðtal af og Þórlaug segist jafnvel betri en áður, eftir að hafa varpað ljósi á djúpa skugga í sálinni. 

B.k. Ásdís :)

Fylgist með á miðvikudögum kl. 20 á Hringbraut eða á vef Hringbrautar daginn eftir útsendingu. Einnir má finna þættina og umfjöllun um þá á FB-síðunni Undir yfirborðið 

Allar ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar:

--------------------------------------------

 

 

 

Fleiri myndbönd

Undir yfirborðið - 6. þáttur - Fjölkærni (polyamory)

05.12.2019

Undir yfirborðið - 5. þáttur // Tantra, poly og ista

28.11.2019

Undir yfirborðið - 4. þáttur - Dáleiðsla

23.11.2019

Undir yfirborðið - 4. þáttur - Dáleiðsla - stikla

19.11.2019

Undir yfirborðið - 3. þáttur - Kraftaverkasaga Þórlaugar

14.11.2019

Undir yfirborðið - 2. þáttur - Ástarfíkn og ástarforðun

07.11.2019

Stikla - Undir yfirborðið - 2. þáttur - Ástarfíkn og ástarforðun

07.11.2019

Undir yfirborðið - 1. þáttur - Vitundarvíkkandi efni

31.10.2019

Stikla - Ásdís Olsen fer Undir yfirborðið // Nýr þáttur

04.10.2019