21 / Ölvunarakstur
Í fyrra urðu 238 umferðarslys og óhöpp vegna ölvunaraksturs og þar af 2 banaslys. Samgöngustofa vekur athygli á þessu, sérstaklega yfir aðventuna þegar fólk gerir sér oftar saman glaðan dag og þá er stutt í að fá sér eitt og eitt vínglas eða bjór og aka svo heim. Viðbragðsflýtir þess sem hefur sopið á alkóhóli er hins vegar margfalt minni en annars. Þórhildur Elín Elínardóttir ræddi þetta í þættinum 21 í gærkvöldi, þriðjudaginn 18.des.