21 / miðvikudagur 16. janúar
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, og Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingur voru gestir Sigmundar Ernis. Þar ræddu þeir Brexit í kjölfar þess að Brexit samningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, var kolfelldur í neðri deild breska þingsins á þriðjudaginn.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var gestur Þórðar Snæs Júlíussonar. Þar ræddi hún fund nefndarinnar vegna hluta Klaustursupptakanna, þar sem meint pólitísk hrossakaup um skipan í sendiherrastöður voru til umræðu.
Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans og áður lögfræðingur hjá Persónuvernd, var gestur Lindu Blöndal. Þar ræddi hún nýja og strangari persónuverndarlöggjöf og hvað í henni felst.