21 / fimmtudagur 17. janúar
Uppbygging Landspítalans við Hringbraut markar upphaf nýs þjóðarsjúkrahúss. Framkvæmdin við sjúkrahótelið á lóð spítalans hófst árið 2015 og átti að ljúka vorið 2017. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs landspítala ohf. (NLSH) eða því sem nefnist Hringbrautarverkefnið, segir í 21 að hótelið verði afhent Landspítalanum til rekstrar þann 28. janúar næstkomandi og að hótelið opni í apríl.
Einleikur Charlotte Bøving, ÉG DEY var nýlega frumsýndur í Borgarleikhúsinu á Nýja sviðinu. Charlotte var gestur í 21 og þar segist hún vilja fá fólk til að hugsa um dauðann sem að hennar mati sé hálfgert feimnismál.
Axel Kristinsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Hnignun, hvaða hnignun? – Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands. Hann var gestur Björns Jóns Bragasonar í Menningunni í 21, þar sem þeir ræddu bókina.