Súrefni / 3. apríl / Álið er lauflétt og umhverfisvænt – Jarðvarmanýting á heimsvísu

04.04.2019

Í Súrefni – þætti um umhverfismál heimsækir Linda Blöndal ISAL, álverið í Straumsvík og Orkustofnun. Hún ræðir við Guðrúnu Þóru Magnúsdóttir, leiðtoga umhverfismála hjá ISAL og Bjarna Má Gylfason, upplýsingafulltrúa ISAL um ál í ljósi umhverfisáhrifa. Þá ræðir Linda við Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra Orkustofnunar, m.a. um orkuskipti, bæði bíla og skipa og útflutning á þekkingu á jarðvarmanýtingu sem Ísland hefur sinnt til margra ára og Orkustofnun þar verið í lykilhlutverki.

Ál er órjúfanlegt daglegu lífi manna. Matar-og drykkjaumbúðir eru úr áli, búnaður í rafeindatæki og snjallsíma, bifreiðar og flugvélar, búsáhöld, byggingarefni - og svona mætti lengi telja – og álið sem framleitt er í Straumsvík er meðal annars notað í framleiðslu Audi bifreiða, en 90 prósent áls sem notað er til að framleiða bíla almennt er endurunnið. Ál hefur verið fjöldaframleitt í rétt rúmlega 100 ár og á Íslandi síðan 1969.

ISAL er eins og þekkt er hluti af Rio Tinto, einum stærsta álframleiðanda heims sem framleiðir tæplega 4 milljónir tonna af áli á ári. Þar af nemur framleiðsla ISAL um 211 þúsund tonnum. ISAL framleiðir um 578 tonn af áli á dag, allt árið um kring og hefur vaktað áhrif álversins á umhverfið í meira en 45 ár. Fyrirtækið er með eina minnstu losun gróðurhúsalofttegunda innan áliðnaðar heimsins.

Álið er endalaust hægt að endurvinna. Á Íslandi einkennist álframleiðsla af afurð sem er til þess fallin að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Álið er mun léttara en aðrir málmar, t.d. þrisvar sinnum léttara en stál, og gegnir lykilhlutverki í rafvæðingu bíla alls staðar.

Orkustofnun heyrir undir ferðamála- iðnaðar og viðskiptaráðherra og hefur víðtækar skyldur í orku- og auðlindamálum Íslands – og í alþjóðlegu samstarfi í stórum erlendum verkefnum sem snúast um bætt lífskjör í þróunarlöndum. Auk þess sinnir Orkustofnun þátttöku okkar í alþjóðlegu vísindasamstarfi með orkuauðlindir.

Fleiri myndbönd

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Súrefni / 12. júní

13.06.2019

Súrefni / 5. júní

06.06.2019

Súrefni / 29. maí

31.05.2019

Súrefni / 22. maí

23.05.2019

Súrefni / 15. maí

16.05.2019

Súrefni / 8. maí / „Til hvers að mæta í skólann ef það er engin framtíð?“

09.05.2019

Súrefni / 24. apríl

26.04.2019

Súrefni / 10. apríl / Metanframleiðsla úr sorpi mun margfaldast

11.04.2019

Súrefni / 27. mars

28.03.2019

Súrefni / 20. mars / Umhverfislausnir á heimsvísu

21.03.2019

Súrefni / 13. mars

14.03.2019

Súrefni / 6. mars / Eimur og Bústólpi

07.03.2019

Súrefni / 27. febrúar / Umhverfisstefna Toyota og heimsókn til Landverndar

28.02.2019

Súrefni / 13. febrúar / Loftslagsmál

14.02.2019

Súrefni / 6. febrúar / Moltugerð

07.02.2019

Súrefni / 30. janúar / Endurvinnsla

31.01.2019

Súrefni / Sería 2 stikla

30.01.2019