Súrefni / 10. apríl / Metanframleiðsla úr sorpi mun margfaldast

11.04.2019

Metan er einn orkugjafanna sem mætti huga meira að en það hefur verið framleitt hjá sorpu síðan uppúr síðustu aldamótum. Í þættinum Súrefni sem fjallar um umhverfismál er skoðað hvers konar valkostur metanið er, t.d. í samanburði við rafmagnið.  Vegna skuldbindinga í loftslagsmálum þarf að huga betur og hraðar að orkuskiptum í samgöngum.

Linda Blöndal skoðar uppbygginguna í Álfsnesi hjá Sorpu og ræðir þar við framkvæmdastjórann Björn H. Halldórsson en þar er verið að byggja nýja gas-og jarðgerðarstöð sem verður tilbúin í febrúar á næsta ári.

Metanframleiðsla úr sorpi mun aukast mikið

Gert er ráð fyrir að framboð á metani muni aukast um nærri 100 prósent með tilkomu stöðvarinnar og má nýta það metan á ökutæki, t.d. í almenningssamgöngum, en einnig má nota metanið í annað. Ársframleiðsla stöðvarinnar verður um 3 milljónir Nm3 (Normalrúmmetrar) sem nota má á ökutæki en metan er selt eftir Normalrúmmetra einingum.

Sorpið aldrei meira

Sorpa þróar aðferðir við vinna verðmæti úr úrgangsefnum. Fyrirtækið framleiðir og selur eldsneyti og orku úr úrgangi sem fellur í sífellt meiri mæli frá heimilum og atvinnulífinu og hefur gert síðan uppúr aldamótum. Magn úrgangs sem SORPA tekur við hefur aukist um tæplega 63 prósent frá árunum 2014 til 2018. Í fyrra var tekið á móti alls 263.000 tonnum af úrgangi. Efnahagur landsmanna endurspeglast að vissu leyti í úrgangsmagninu.

Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98 prósent hreinleika því fylgir ekkert sót ná annað sem mengar og losun CO2 er engin.

Pétur Halldórsson, talsmaður ungra umhverfissinna, er einnig viðmælandi þáttarins.

Fleiri myndbönd

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Súrefni / 12. júní

13.06.2019

Súrefni / 5. júní

06.06.2019

Súrefni / 29. maí

31.05.2019

Súrefni / 22. maí

23.05.2019

Súrefni / 15. maí

16.05.2019

Súrefni / 8. maí / „Til hvers að mæta í skólann ef það er engin framtíð?“

09.05.2019

Súrefni / 24. apríl

26.04.2019

Súrefni / 3. apríl / Álið er lauflétt og umhverfisvænt – Jarðvarmanýting á heimsvísu

04.04.2019

Súrefni / 27. mars

28.03.2019

Súrefni / 20. mars / Umhverfislausnir á heimsvísu

21.03.2019

Súrefni / 13. mars

14.03.2019

Súrefni / 6. mars / Eimur og Bústólpi

07.03.2019

Súrefni / 27. febrúar / Umhverfisstefna Toyota og heimsókn til Landverndar

28.02.2019

Súrefni / 13. febrúar / Loftslagsmál

14.02.2019

Súrefni / 6. febrúar / Moltugerð

07.02.2019

Súrefni / 30. janúar / Endurvinnsla

31.01.2019

Súrefni / Sería 2 stikla

30.01.2019