Sögustund með Ragnari Arnalds, Jóni Baldvin og Styrmi

12.12.2017

Skólabræðurnir og æskuvinirnir Ragnar Arnalds, Jón Baldvin Hannibalsson og Styrmir Gunnarsson minnast pólitískra mótunarára í hispurslausu spjalli í mánudagskvöldið 11.des á Hringbraut. Hinir fornu vinir rífast meðal annars um það hver varð hvað í pólitík og hver þeirra var helsti njósnarinn í kalda stríðinu.

Þeir ræða sömuleiðis hvað réði því hvaða leið þeir völdu í pólitík en þeir hafa haldið vinskap alla tíð síðan í barnaskóla í Laugarnesinu. Jón Baldvin ræðir uppreisnina gegn Hannibal, rifrildi hans og Styrmis sem endaði úti á götu. Sá síðarnefndi útskýrir sína pólítiska sýn með vísan í fjölskyldu sína sem tók óvinsæla afstöðu í seinni heimstyrjöldinni og Ragnar ítrekar að hann hafi aldrei verið kommúnisti.

Þeir vinirnir eru annars allir að gefa ut bækur um þessar mundir, Jón Baldvin gefur sína út í Þýskalandi og skrifar þar á ensku um viðhorf vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu baltnesku ríkjanna, Styrmir skrifar um frjálshyggjuna sem aldrei varð á Íslandi og Ragnar um æsku- og mótunarár sín í Laugarnesinu, allt þar til hann komst á þing, 24 ára að aldri.

Þremenningarnir setjast niður hjá Sigmundi og Lindu í þættinum Sögustund.

Fleiri myndbönd

Sögustund: Kindasögur - 24. desember 2019

03.01.2020

Sögustund / Spænska veikin

04.01.2019

Sögustund / Jesús Kristur

04.01.2019

Sögustund / Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason

04.01.2019

Sögustund / Saga Siglufjarðarkaupstaðar

03.01.2019

Saga Samtaka 78 í Sögustund

10.05.2018

Sögustund með Árna Björnssyni

19.04.2018

Sögustund Íslendingar í Austur Þýskalandi

02.04.2018

Biblíusögur Föstudaginn langa

31.03.2018

Sogustund 2018 02

11.01.2018

Sögustund Líftaug landsins

19.12.2017

Sögustund: Saga Sveins R. Eyjólfssonar

30.11.2017

Sögustund Svarfdæla

01.11.2017