Sögustund Líftaug landsins

19.12.2017

Ísland var klárlega ekki eins einangruð eyja og Íslendingar hafa löngum haldið, að mati sagnfræðinganna Guðmundar Jónssonar og Helga Þorlákssonar sem eru gestir Sagnastundar á Hringbraut í kvöld.

Tilefnið er útkoma bókarinnar Líftaug landsins, sem fjallar um sögu íslenskrar utanlandsverslunar frá 900 til 2010, eða eins og gárungarnir hafa orðað það, frá Ingólfi Arnarsyni til Jóns Ásgeirs.

Guðmundur og Helgi fara yfir þessa löngu sögu í þættinum og varpa ljósi á hvað verslunarferðir til og frá landinu voru í raun margar og merkilegar í aldanna rás og sýna öðru fremur að Ísland var kannski ekki sú afskekkta eyja úti í Ballarhafi eins og landsmönnum hefur einatt fundist.

Þá vekur athygli hvað utanlandsverslun Íslendinga er öldum saman frábrugðin millríkjaverslun nágrannaþjóðanna, en þar hafa Spánn og önnur suðræn lönd skipt sköpum, að ekki sé talað um Rússland lengst af síðustu öld sem hreinlega bjargaði fjárhag landsmanna þegar Bretar lokuðu fyrir innflutning frá Íslandi í þorskastríðunum.

Fleiri myndbönd

Sögustund: Kindasögur - 24. desember 2019

03.01.2020

Sögustund / Spænska veikin

04.01.2019

Sögustund / Jesús Kristur

04.01.2019

Sögustund / Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason

04.01.2019

Sögustund / Saga Siglufjarðarkaupstaðar

03.01.2019

Saga Samtaka 78 í Sögustund

10.05.2018

Sögustund með Árna Björnssyni

19.04.2018

Sögustund Íslendingar í Austur Þýskalandi

02.04.2018

Biblíusögur Föstudaginn langa

31.03.2018

Sogustund 2018 02

11.01.2018

Sögustund með Ragnari Arnalds, Jóni Baldvin og Styrmi

12.12.2017

Sögustund: Saga Sveins R. Eyjólfssonar

30.11.2017

Sögustund Svarfdæla

01.11.2017