Skrefinu lengra / 1. þáttur

28.01.2019

Í fyrsta þættinum af Skrefinu lengra fer Snædís Snorradóttir dagskrárgerðarkona í Ökuskólann í Mjódd og fræðist um þá víðtæku starfsemi sem þar fer fram, allt frá almennum ökuréttindum yfir í endurmenntun atvinnubílstjóra og allt þar á milli, svo sem bifhjólanám, fjölbreyttar tegundir meiraprófs og fleira.

Ökuskólinn fluttist í húsnæði sitt í Mjódd fyrir 30 árum og hefur útskrifað tugþúsundir ökumanna. Þessi rótgróni skóli hefur vaxið og þróast með samfélaginu og starfar á einkar faglegan og skilvirkan hátt. Snædís talar við þá Guðbrand Bogason, Sigurð Steinsson, Þórð Bogason og Sigurð Sigurbjörnsson. 

Að ökuskólanum loknum fer Snædís í Tennishöllina í Kópavogi þar sem miklar framkvæmdir eru í gangi um þessar mundir. Að framkvæmdum loknum mun aðstaða Íslendinga til tennisiðkunar innanhúss aukast um rúm 100 prósent. Auk þess verða nýir vellir reistir fyrir utan tennishöllina sem eru sérhannaðir fyrir nýtt afbrigði af tennis sem kallast Padel. Snædís reynir svo við tennisspaðann en verður að lúta í lægri hlut fyrir Ómari Smára, níu ára gömlum tennisiðkanda. 

Fleiri myndbönd

Skrefinu lengra - 25. febrúar 2020

26.02.2020

Skrefinu lengra - 18. febrúar 2020

19.02.2020

Skrefinu lengra - 11. febrúar 2020

12.02.2020

Skrefinu lengra - 4. febrúar 2020

05.02.2020

Skrefinu lengra - 28. janúar 2020

29.01.2020

Skrefinu lengra - 16. október 2019

21.10.2019

Lean ráðgjöf og Retor

19.09.2019

Skrefinu lengra / 11. september / Skyndihjálparnámskeið Rauða krossins - Ferðafélag Íslands

12.09.2019

Skrefinu lengra / 4. september / Snædís heimsækir Íslenska fjalleiðsögumenn og Hringsjá

05.09.2019

Skrefinu lengra / 14. júlí

15.07.2019

Skrefinu lengra / 7. júlí

08.07.2019

Skrefinu lengra / 30. júní

01.07.2019

Skrefinu lengra / Stikla 2

21.06.2019

Skrefinu lengra / 5. þáttur / Snædís fer í Bláfjöll og heimsækir Útivist

25.02.2019

Skrefinu lengra / 4. þáttur / Söluskóli Gunnars Andra / Iðan fræðslusetur / Hannyrðanámskeið í Handverkshúsinu

18.02.2019

Skrefinu lengra / 3. þáttur / Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - Samskipta- og skipulagslausnin Memaxi

11.02.2019

Skrefinu lengra / 2. þáttur / Dáleiðsla - Endurmenntun HÍ - Markþjálfun

04.02.2019

Skrefinu lengra / Stikla

01.02.2019