Í þáttunum Heilsugæslan verður lögð áhersla á að fræða landsmenn um allt sem lýtur að heilsueflingu, meðferðarúrræðum og forvörnum.

Þættirnir eru unnir í samvinnu og nánu samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem rekur 15 heilsugæslustöðvar á suðvesturhorni landsins. Í hverjum þætti mæta sérfræðingar til að svara áleitnum spurningum sem varða heilsu og lífsstíl landsmanna – og gefa þeim góð ráð til að bæta lífsgæði sín. Þættirnir eru teknir upp í myndveri Hringbrautar, en auk þess er farið á vettvang heilsugæslunnar og leitað ráða hjá þjóðþekktum Íslendingum sem luma á góðum heilsuráðum.

Markmið þáttanna er að færa almenning nær heilsugæslunni, fræða hann og efla vitund fólks um heilsufar, bætt lífsgæði og ábyrg úrræði í þeim efnum.

Hjúkrunarfræðingurinn og dagskrárgerðarkonan Helga María fer með umsjá þáttanna.  

Heilsugæslan - 23. janúar 2020

24.01.2020

Heilsugæslan - 16. janúar 2020

17.01.2020

Heilsugæslan - 9. janúar 2020

10.01.2020

Heilsugæslan - 12. desember 2019

18.12.2019

Heilsugæslan - 5. desember 2019

06.12.2019

Heilsugæslan - 21. nóvember 2019

02.12.2019

Heilsugæslan - 28. nóvember 2019

29.11.2019

Heilsugæslan - 14. nóvember 2019

15.11.2019

Heilsugæslan - 2.þáttur, 7.nóvember

08.11.2019

Heilsugæslan - 1.þáttur, 31. október 2019

01.11.2019