Kynning: Atvinnulífið - TVG-Zimsen – þjónusta við skemmtiferðaskipin
TVG-Zimsen á sér áralanga sögu sem flutningsmiðlari en á síðari árum hefur félagið m.a. þróað aukan þjónustu við skemmtiferðaskipin en sá hluti er rekinn af dótturfélagi þess, Gáru. Þessi þáttur fjallar um þessa tegund þjónustu sem hefur vaxið í auknum mæli ár frá ári samfara auknum ferðamannastraumi til landsins. Þegar skip leggst að bryggju í höfnum landsins fer mikið í gang, tæma þarf sorp og fylla á vatn, sem og matvörur, drykki og annan varning sem nota þarf við siglingar milli landa á stórum skipum sem taka frá 1000 farþegum og meira. Að baki liggur þaulskipulagt starf þar sem ekkert má klikka í annars stuttum viðdvölum þessara skipa.
Fleiri myndbönd
Atvinnulífið í umsjá Sigurðar K Kolbeinssonar / 2.þáttur fjallar um magaminnkun hjá Klinikinni
23.09.2019