Viðtal: Rannsókn um áföll
Í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu ræðst Háskóli Íslands nú í eina stærstu vísindarannsókn sinnar tegundar á heimsvísu þar sem skoðuð eru áhrif áfalla á heilsufar kvenna.
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands en um er að ræða samstarf við vísindamenn innan Lækna- og Sálfræðideildar Háskólans, Íslenskrar erfðagreiningar eins og fyrr segir og annarra bæði innlendra og erlendra stofnana.
Unnur Anna ræddi þetta á Þjóðbraut í gær, fimmtudaginn 1.mars, ásamt Örnu Hauksdóttur, prófessor við læknavísindasvið HÍ en hún stýrir rannsókninni einnig.