Vei klippa

Undir yfirborðið - 6. þáttur - Fjölkærni (polyamory)

05.12.2019

Er hugsanlegt að við séum komin það langt í þróunarsögulegu samhengi að við ráðum við ást án eignahalds og skuldbindinga?

---- NÝJA KYNLÍFSBYLTINGIN : Fjölkærni (Polyamory) merkir að eiga fleiri en einn maka eða elskhuga og semja í sameiningu sínar eigin leikreglur þannig að allir séu sáttir

Í þessum þætti kynnumst við áhugaverðum hjónum sem opnuðu hjónbandið sitt fyrir 5 árum og hafa góða reynslu af FJÖLKÆRNI. Hann er ljóshærður, myndarlegur og hávaxinn á fimmtugsaldri, starfar sem millistjórnandi hjá Reykavíkurborg. Hún er flott kona, c.a. 170 cm, með dökkt, sítt hár og rauðar neglur. Þau eiga allskonar önnur sambönd og náin kynni fyrir utan hjónabandið og hjá þeim er allt uppi á yfirborðinu.

Í þættinum lýsir maðurinn, sem við skulum kalla Begga, því hvernig þessi lífsstíll hefur þroskað hann tilfinningalega. Áður sóttist hann aðalega eftir að vera elskaður en nú á hann auðvelt með að veita ást og segist hafa meira pláss í hjartanu. Hann vill meina að kærleikur og hreinskilnin sé forsend fyrir því að hægt sé að opna sambönd.

Þetta er s.s. seinni þátturinn af tveimur um nýju kynlífsbyltinguna, sem er sögð sú stærsta síðan P-pillann kom á markaðinn. Í heimspressunni er talað um að Polymory sé orðið mjög algengt sambandsform og þá sérstaklega hjá millennials, eða þeim sem fæddust undir lok síðust aldar.

Margir halda því fram að polyamory sé besta leiðin til að samþætta kynfrelsi, heiðarleika og sambönd. Aðrir telja hins vegar að Polyamory ógni vestrænnni siðmenningu. Einnig má færa fyrir því rök að hjónabandið sér úreld stofnun, eins og Willow Smith orðar það í þættinum "þá hefur hjónaband og einkvæni verið þrúgandi stofnun ef við lítum á það í sögulegau samhengi og hjónaband snérist í raun ekki um ást!”

Er hugsanlegt að við séum komin þangað í þróunarsögulegu samhengi að við ráðum við ást án eignahalds og skuldbindinga? Svari nú hver fyrir sig.

Fylgist með umræðunni á FB : Undir yfirborðið

Umsjón og ábyrgð:  Ásdís Olsen //  8989830 // asdis@hringbraut.is

 

 

Fleiri myndbönd

Undir yfirborðið - 5. þáttur // Tantra, poly og ista

28.11.2019

Undir yfirborðið - 4. þáttur - Dáleiðsla

23.11.2019

Undir yfirborðið - 4. þáttur - Dáleiðsla - stikla

19.11.2019

Undir yfirborðið - 3. þáttur - Kraftaverkasaga Þórlaugar

14.11.2019

Stikla - Undir yfirborðið - 3. þáttur // Kraftaverkasaga Þórlaugar

13.11.2019

Undir yfirborðið - 2. þáttur - Ástarfíkn og ástarforðun

07.11.2019

Stikla - Undir yfirborðið - 2. þáttur - Ástarfíkn og ástarforðun

07.11.2019

Undir yfirborðið - 1. þáttur - Vitundarvíkkandi efni

31.10.2019

Stikla - Ásdís Olsen fer Undir yfirborðið // Nýr þáttur

04.10.2019