Þjóðbraut: Kristján Þór Júlíusson
Þjóðbraut með Lindu Blöndal fimmtudaginn 11.maí.
Þátturinn er á milli kl. 21 og 22 alla fimmtudaga.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra svarar fyrir sameiningaráform og segir ríkið ekki vera að gefa neitt af eigum sínum ef af sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans verður.
Það er talað um leynimakk menntamálaráherra og að hættulegur afleikur sé í uppsiglingu með mögulegri sameiningu Tækniskólans og Menntaskólans í Ármúla. Kristján Þór segir ekki útséð með að sameining verði en það sé þó stefnan í menntamálum almennt þar sem nemendum fækkar vegna styttingar stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú.