Þjóðbraut 13.apríl: Aldís Þóra Steindórsdóttir
Heilbrigðismálin eru eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna núna. Velferðarkerfið í heild er víða brotið. Ung kona, Aldís Þóra Steindórsdóttir er í viðtali hjá Lindu Blöndal á Þjóðbraut á skírdag, en faðir hennar var sviptur sjálfræði og hún, þá aðeins 23ja ára tók við forræðinu yfir honum hálft ár. Hún segir föður sinn á vergangi en hann sé líka hættulegur á stundum og hefur setið inni fyrir að stinga lögreglumann. Þá hefur hann óteljandi sinnum ógnað nánustu fjölskyldu í gegnum árin. Algert úrræðaleysi virðist vera gagnvart fólki sem glíma við margþætta sjúkdóma - og fjölskyldum þeirra – ekki síst þegar kemur að geðsjúksdómum. Spurningin er hvers vegna ekki er hægt að koma í veg fyrir að aðstandendur beri byrðar sem þeim er engan vegin fært að bera.