Kosningabaráttan, kostnaður krabbameinssjúklinga og efnahagsmál
Baldur Þórhallsson, professor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að kosningabaráttan sé nokkuð tíðindalítil nema útspil Pírata um viðræður. Snörp orðaskipti urðu um efnahagsmálin. Þátttakendur í umræðunum voru þrír frambjóðendur: Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Gylfi Ólafsson Viðreisn og Oddný Harðardóttir Samfylkingu. Umræða var um krónuna, evruna og myntráð en einnig um skatta og gjöld.
Aldrei fleiri hafa sótt til Krafts stuðningssamtaka um fjárhagshjálp. Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna segir að margir séu of stoltir til að sækja um stuðningsfé en gríðarlegur lyfja og læknakostnað lendir á krabbameinsveikum, allt upp í eina og hálfa milljón á ári. Margir hinna veiku eru fjölskyldufólk og Edda Dröfn Eggertsdóttir er ein þeirra Hún er ung kona með son á framfæri. Hún á ekki lengur fyrir meðferð en hún greindist í fyrra með krabbamein í meltingafærum, lífhimnu og eggjastokkum.