Íslensk nýsköpun í útrás

07.07.2015

Sjónvarpsþátturinn Fólk og frumkvæði í umsjá Sölva Tryggvasonar hefst á Hringbraut í kvöld en þar er fjallað um íslenska nýsköpun í útrás á fjölbreyttan og upplýsandi máta.

Sölvi ræðir við Jón Sigurðsson forstjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar um velgengi fyrirtækisins á erlendum mörkuðum, en fyrirtækið hefur haslað sér völl úti í löndum á undanförnum árum svo eftir hefur verið tekið. Raunar ræðir Jón um það í þættinum að Össur hefði aldrei náð að stækka eitthvað að ráði í því íslenska efnahagsumhverfi sem ríkt hefur hér á landi um árabil með gjaldeyrishöftum; peningastefnan sem rekin sé á Íslandi henti engan veginn fyrirtækjum á boð við það sem hann stjórnar. Því þurfi að leita út eigi fyrirtæki að vaxa og dafna. 

Í þættinum er starfsemi Össurar skoðuð og rætt meðal annars við hönnuð á vegum þess sem þróar bæði gervifætur og prófar þá, en hann þarf sjálfur að notast við gervifót dags daglega.

Klippur úr þættinum

Endalaus tækifæri þrátt fyrir að rekstrarskilyrði séu ekki ákjósanleg

07.07.2015

Jón Sigurðsson um vandamálin við gjaldeyrishöftin

07.07.2015

Ólafur um framboð

28.07.2015

Fleiri myndbönd

Fólk og frumkvæði

26.08.2015

Heimsókn í CCP

12.08.2015

Íslensk nýsköpun í útrás

06.08.2015

Ólafur Ragnar Grímsson

29.07.2015

Omnom, Inklaw og Foss Distillery

22.07.2015

Sif Cosmetics, Sóley og Ankra

15.07.2015