Sjálfsvígsvandi. Úr myrkri í ljós
Í Fólki með Sirrý var rætt um sjálfsvígsvandann á Íslandi og þau úrræði sem Pieta Ísland eru að fara að bjóða upp á. Samtökin mun opna hús árið 2017, miðstöð fyrir fólk sem á um sárt að binda vegna sjálfsvígsvanda. Þjónustan þar verður fólki að kostnaðarlausu. Benedikt Þór Guðmundsson missti son sinn fyrir 11 árum þegar hann tók sitt eigið líf 21 árs gamall. Benedikt segir frá reynslu sinni og hve nauðsynlegt það er að vera með öðru fólki sem þekkir sorgina og vonina. Hann og fleiri í stjórn Pieta Ísland standa fyrir göngu 21.des úr myrkri í ljós. Auður Axelsdóttir og Sigríður Ásta Eyþórsdóttir segja líka frá göngunni og frá úrræðum Pieta Ísland.