Ferdalagid 2017 14

06.04.2017

Í þættinum Ferðalagið 5.apríl:

Það er tekið að vora og æ fleiri huga að gönguferðum upp um fjöll og firnindi. Og það minnir okkur á nýstárlegt samstarf Ferðafélags Íslands og Rauða krossins sem nú er að hefjast, en því er ætlað að kynna nágrannafjöll borgarinnar fyrir nýjustu íbúum landsins, svo sem flóttafólki og öðrum útlendingum sem eru nýfluttir til landsins – og hvað getur svona verkefni kallast anna en gestir og gangandi. Sigmundur Ernir hitti félaga sinn, fjallamanninn Róbert Marshall úti í blíðunni.

Ferðamenn elda íslenskt

The Tin Can Factory er frumlegt menningarfyrirtæki í austurbænum sem kennir ferðamönnum íslenska matseld og íslenska menningu í gegnum mat og drykk. Við förum í Borgartúnið þar sem var einu sinni t.d. dósaverksmiðja – sem skýrir nafnið – en þar ræður ríkjum Gígja Svavarsdóttir sem hefur verið tungumálakennari í yfir þrjá áratugi.  Linda hittir hana.

Skattahækkanir á ferðaþjónustu

Ríkisstjórnin hefur boðað að ferðaþjónustan muni færast úr neðra þrepi í það efra. Efra þrepið er núna 24 prósent en á svo að lækka um þarnæstu áramót í 22,5. Vaskur innan ferðaþjónustunnar fer því úr 11 prósentum í 22,5 prósenta þrepið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að stjórnvöld hafi lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur. Ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Rætt er við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Gróður fyrir fólk

Þá út í íslenska náttúru sem mikilvægt er að skila til næstu kynslóða eins og við fengum hana frá okkar forfeðrum. Samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs fagna 20 ára afmæli núna í byrjun apríl, en þau hafa unnið þrekvirki við að græða upp örfoka land í kringum höfuðborgarsvæðið, svo öll náttúruparadísin á Reykjanesskaganum fái notið sín betur. Sigmundur Ernir hitti einn af forkólfum samtakanna, Björn Guðbrand Jónssson, uppi við Elliðaárvatn og grennslaðist fyrir um sögu og sérstöðu þeirra.

Ferðalagið er á dagskrá kl.20 til 21 og svo endursýnt - einnig á sjónvarpsflakkaranum.

Umsjón: Sigmundur Ernir og Linda Blöndal

 

 

Fleiri myndbönd

Sigmundur fer til Póllands

16.01.2018

Ferðalagið

09.01.2018

Ferðalagið 18.des 2017

19.12.2017

Ferðalagið 11.desember

12.12.2017

Ferðalagið 4.des 2017

06.12.2017

Ferðalagið 27.nóv 2017

29.11.2017

Ferðalagið 20.nóv 2017

21.11.2017

Ferðalagið 16.okt 2017

18.10.2017

Ferðalagið 9.okt 2017

10.10.2017

Ferðalagið 2.okt 2017

03.10.2017

Ferðalagið 25.september 2017

26.09.2017

Ferðlagið 11.sept 2017

12.09.2017

Ferðalagið 14.júní 2017

15.06.2017

Ferðalagið: Eldmessa Ómars, Bangla Desh breytti öllu og Matarauður Íslandsr

08.06.2017

Ferðalagið 31.maí 2017

02.06.2017

Ferðalagið 24.maí

26.05.2017

Ferðalagið 10.maí 2017

11.05.2017

Ferðalagið 19.apríl

21.04.2017

Ferðalagið: Mývatn, Myanmar, vegabréf og rútur

31.03.2017

Ferðalagið: Balí, Formentera, Aðalfundur SAF og Airbnb

23.03.2017

Ferðalagið 15.feb

16.03.2017

Ferðalagið 8.mars

10.03.2017

Ferðalagið 1.mars

07.03.2017

Ferðalagið: 22 Febrúar 2017

23.02.2017

Ferðalagið 15.febrúar

16.02.2017

Ferðalagið: Þorpið sem breyttist, Samaland, Nýir Hveradalir og Litla kaffistofan

09.02.2017

Ferðalagið: Lúxusferðir, innanlandsflug, Skotland og umferðaröryggi

03.02.2017

Ferðalagið 25.janúar

26.01.2017

Ferðalagið: Heimsreisa, fjallaferðir, Airbnb og Kilroy

19.01.2017

Ferðalagið: Íbúðaskipti, Víetnam, Færeyjar ofl

13.01.2017

Ferðalagið 4.jan 2017

09.01.2017

Ferðalagið: Heimsreisa, Fossarnir, farfuglar og umferðaröryggi

27.12.2016

Ferðalagið 15.des.

18.12.2016

Ferðalagið 8.des: Skotveiðiferðir og Köben

09.12.2016

Framtíð Leifsstöðvar, lundabúðir og Einar Kára

05.12.2016

Ferðalagið: Eigandi lundabúða segir sína skoðun

01.12.2016

Ferðalagið: Einar Kárason segir frá áhrifavöldum

01.12.2016

Reynir Traustason talar um Fólkið á fjöllum

29.11.2016

Ferdalagid 2016 47

29.11.2016

Ferðalagið 17.nóv: Maður og náttúra

19.11.2016

Ferðalagið: New York, Líbanon, Dohop ofl

16.11.2016

Tómas R. Einarsson ræðir um Kúbu

14.11.2016

Ferðalagið: Tómas R. Einarsson talar um Kúbu

11.11.2016

Ferðalagið: Kúba, New York, Doohop ofl

11.11.2016

Dohop, Tómas R. og Kúba. Eyfi í New York

11.11.2016

Leiðsögumenn, Hengillinn, Gerður Kristný og Líbanon

07.11.2016

Vegakerfið, Prag og heimsreisa

22.10.2016

Nýr ferðaþáttur: Ferðalagið

12.10.2016