Bryggjan 2017: Gunnvör í Hnífsdal, konur í fiskverkun - Tvinnveiðibátar

05.01.2017

Í fyrsta þætti Bryggjunnar á nýju ári, 2.janúar er farið í heimsókn í Hraðfrystihúsið Gunnvöru í Hnífsdal eða HG. Þetta er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Vestfjörðum og hefur verið starfandi síðan fyrir stríðslok eða 1941 eða í 75 ár. Þar starfa nú um 200 manns. Gunnvör sendir afurðir sínar til þriggja heimsálfa, Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna.

Starfsfólk Gunnvarar hefur sótt endurmenntunarnámskeið í fræðslumiðstöð Vestfjarða í sjómannaverkfallinu sem þegar þetta er skrifað, enn ekki lokið. Bryggjan heimsótti Gunnvöru og ræddi við Kristján G. Jóakimsson vinnslu – og markaðsstjóra fyrirtækisins.

Krabbameinsleit meðal fiskverkakvenna

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, eða SFS, hafa fyrir nokkru tekið höndum saman með Krabbameinsfélaginu. Blásið hefur verið til árveknisátaks meðal sjómanna til að ná betur til karla sem þurfa á krabbameinsleit að halda. Nýtt átak er nú hafið meðal kvenna af erlendum uppruna sem koma síður í reglulega krabbameinsleit en íslenskar konur.  Tilvalið er að ná til í fiskvinnslum landsins og fleiri stöðum tengdum sjávarútvegi.  Bryggjan ræddi við Láru G. Sigurðardóttur, lækni h já Krabbameinsfélaginu og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.

Hybrid línuveiðibátar

Hjörtur Emilsson segir frá nýsköpunarverkefni sem felst í því að hanna fyrsta Hybrid línubátinn eða tvinn-línuveiðibát. Fyrirtækið NAVIS þar sem Hjörtur er framkvæmdastjóri stendur að baki verkefninu ásamt Naust Marine, Íslenska Sjávarklasanum/Green Marine Technology og NýOrku.  Hugmyndin er að hanna frá grunni 15 metra línubát sem getur gengið bæði fyrir rafgeymum og rafmótor eða dieselvél og síðar jafnvel fyrir rafmagni og metanóli en þá væri hægt að gera bátinn alfarið út með íslenskri orku. „Í stað þess að setja þennan búnað í eldri bát viljum við hanna nýjan bát frá grunni þannig að hægt sé að nýta til fulls þá möguleika sem þessi tækni býður upp á,“ segir Hjörtur.  Emilsson framkvæmdastjóri NAVIS. Allt bendir til þess að með þessari hybrid tækni megi spara allt að 30% af eldsneytiskostnaði miðað við dieselolíu og stunda umhverfisvænni og hljóðlátari veiðar.

 

 

Fleiri myndbönd

Bryggjan 27.mars: Dropalýsi og Grásleppuvertíð

28.03.2017

Bryggjan 13.mars: Á loðnuveiðum

15.03.2017

Bryggjan 6.mars

07.03.2017

Bryggjan 16.jan: Smábátasjómenn og fiskniðursuða

06.03.2017

Bryggjan 27.febrúar: Sjómenn kæra

01.03.2017

Bryggjan 20.febrúar

21.02.2017

Bryggjan 13. Febrúar

14.02.2017

Bryggjan 30.jan: Sjómannadeilan

31.01.2017

Bryggjan 23.jan. Áhrif verkfallsins

25.01.2017

Bryggjan 9.jan 2017: Sjómannaverkfall og fiskmarkaðir

10.01.2017

Bryggjan 26.des: Flateyri - Umræðan um útgerð

27.12.2016

Sjávarútvegurinn á Bolungavík, konur og fleira

20.12.2016

Bryggjan: Íslandssaga á Suðureyri og umheimurinn

06.12.2016

Bryggjan: Hausaþurrkun og hafnir framtíðar

01.12.2016

Tækifæri í hafnarrekstri og íslensk nýsköpun

29.11.2016

Sjómenn af síðutogurum og nýsköpun í sjávarútvegi

22.11.2016

Bryggjan: Uppvöxtur í útgerð. Karen Kjartansdóttir og Sjávarklasinn

15.11.2016