Bryggjan 13. Febrúar

14.02.2017

Bryggjan ræðir í þættinum við fjóra sjómenn. Linda hitti hópinn á Múlakaffi þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til málefnanna í verkfallinu. En erfiðlega hefur þó gengið að fá útgerðarmenn í viðtal um stöðuna.

Línur skýrast í verkfallinu með tímanum. Það má segja að tvö atriði verði aðallega að leysa svo það semjist.

Olíuverðsviðmið og dagpeningar, áður kallað sjómannaafslátturinn.

Sjómannaafslátturinn var tekin af eftir hrunið. Í dag fá sjómenn rúmar 1600 krónur á dag í fæðispeninga frá útgerðinni sem eru skattlagðir. Sjómenn vilja fá þetta bætt og segja útgerðina eiga að greiða það.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samband fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði grein í síðustu viku þar sem sjá má að spjótin í þessu verkfalli standa líka á stjórnvöldum ekki síður en á milli deiluaðila.

Í greininni gagnrýnir hún stjórnvöld fyrir að skattleggja fæðispeninga sjómanna. Þeir eigi að vera skattfrjálsir eins og dagpeningar annarra sem eru fjarri heimilum sínum, svo sem flugáhafna og ríkisstarfsmanna. Hún bendir á að einfalt sé að breyta þessum reglum skattstjóra. En skilyrði skattstjóra fyrir skattfrjálsum dagpeningum eru:

  1. Að peningarnar voru greiddir vegna tilfallandi ferða á vegum launagreiðanda
  2. Peningarnar voru greiddir vegna ferða utan venjulegs vinnustaðar.

Heiðrún Lind segir breytingu á þessu forsendu þess að það verði hægt að semja.

Olíuviðmiðið er hitt megin efni deilunnar. Það var sett árið 1986 þegar olíuverð var hátt og útgerðin stóð illa. Með olíuviðmiðið tekur útgerðin eftir hvern túr hluta af verðmæti aflans áður en honum er skipt á milli sjómanna og útgerðar. Þessi hlutur er 30 prósent sem útgerðin tekur og merkir olíukostnaði. Sjómenn segja olíukostnað ekki svo háan og of mikið sé tekið framhjá skiptum eins og það kallast.

 

Fleiri myndbönd

Bryggjan 27.mars: Dropalýsi og Grásleppuvertíð

28.03.2017

Bryggjan 13.mars: Á loðnuveiðum

15.03.2017

Bryggjan 6.mars

07.03.2017

Bryggjan 16.jan: Smábátasjómenn og fiskniðursuða

06.03.2017

Bryggjan 27.febrúar: Sjómenn kæra

01.03.2017

Bryggjan 20.febrúar

21.02.2017

Bryggjan 30.jan: Sjómannadeilan

31.01.2017

Bryggjan 23.jan. Áhrif verkfallsins

25.01.2017

Bryggjan 9.jan 2017: Sjómannaverkfall og fiskmarkaðir

10.01.2017

Bryggjan 2017: Gunnvör í Hnífsdal, konur í fiskverkun - Tvinnveiðibátar

05.01.2017

Bryggjan 26.des: Flateyri - Umræðan um útgerð

27.12.2016

Sjávarútvegurinn á Bolungavík, konur og fleira

20.12.2016

Bryggjan: Íslandssaga á Suðureyri og umheimurinn

06.12.2016

Bryggjan: Hausaþurrkun og hafnir framtíðar

01.12.2016

Tækifæri í hafnarrekstri og íslensk nýsköpun

29.11.2016

Sjómenn af síðutogurum og nýsköpun í sjávarútvegi

22.11.2016

Bryggjan: Uppvöxtur í útgerð. Karen Kjartansdóttir og Sjávarklasinn

15.11.2016