Heimili

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Ljúffengar pönnukökur á þjóðlegan og franskan máta á sunnudegi gleðja

Sjöfn Þórðar býður í sunnudagskaffi á þjóðlega vísu með frönskum blæ. „Sunnudagar eru tilvaldir dagar til að bjóða gestum heim í ljúffengar pönnukökur með ómótstæðilegu meðlæti sem kitlar bragðlaukana og gleðja. Þegar haustið mjakast inn og vindurinn lætur í sér heyra er ekkert notalegra enn að bjóða gestum heim og töfra fram ljúffengar sælkera veitingar. Á okkar heimili reynum við að nýta sunnudagana til hitta vini og vandamenn og kaffiboðin eru afar vinsæl. Meðfylgjandi er klassísk uppskrift af pönnukökum sem hefur fylgt fjölskyldunni í árana rás og hittir alltaf í mark. Meðlætið setur punktinn yfir i-ð,“ segir Sjöfn Þórðar. Pönnukökur eru ávallt góðar upprúllaðar með sykri, með rjóma eða ís. Hins vegar er hægt að gera þær enn í ómótstæðlegri með frönskum hætti, með því bjóða upp á brætt súkkulaði eða nutella og ferska ávexti ofan á. Fersk jarðaber, bláber og bananar passa vel með eða hvaðeina sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum. Nú flæða líka inn nýgerðar sultur á mörgum heimilum sem njóta sín vel á nýbökuðum pönnukökum. Enginn verður svikinn af nýbökuðum pönnukökum með íslenskri berjasultu.

Matarást Sjafnar

Gómsætar Edamame baunir með chilli pipar og hvítlauk sem gestirnir missa sig yfir

Edamame baunir eru einstaklega ljúffengar einar og sér og líka sem meðlæti með hinum ýmsu réttum. Sérstaklega með Suður- amerískum mat og asískum mat. Sjöfn Þórðar hefur verið iðin við að prófa sig áfram með Edamame baunirnar og hafa þær slegið í gegn hjá matargestum. Þær er einnig hægt að bera fram sem forrétt og á smáréttarhlaðborð. Kosturinn við Edamame baunirnar er að þær eru bæði hollar og ljúffengar, stútfullar af próteini og henta mörgum meðal annars þeim sem eru vegan og á ketófæði. Baunirnar eru seldar frosnar í pokum í flestum matvöruverslunum landsins og því er kærkomið að eiga ávallt poka í frystinum sem hægt er að grípa í þegar galdra þarf fram sælkerarétt á augabragði.

Húsráð

Vissir þú að lárperur geta verið hættulegar?

Lárperur eru bæði hollar og góðar eins og Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri nefnir réttilega í grein sinni sem hann birti á heimasíðu sinni. Honum sjálfum finnst ágætt að kaupa harðar lárperur og nota þær svo eftir því sem þær þroskast. Lárperur eru án efa mjög vinsælar á flestum heimilum í dag og þykja góðar til margs konar matreiðslu, sérstaklega ofan á súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð, í salöt svo dæmi séu tekin. Það þarf að beita ákveðni knúst þegar lárperan er tekin til notkunar eins og Albert fer yfir.

Matarást Sjafnar

Guðdómlega ljúffengt og hollt frosið jógúrtsnakk

Nú þegar skólarnir eru að fara hefja göngu sína aftur eftir sumarfrí og allir eru á þönum er gott að hafa með sér hollustu nestisbita sem bræðir bragðlaukana. Berglind Hreiðarsdóttir ein af okkar uppáhalds matar- og kökubloggurum töfraði fram þessa himnesku uppskrift sem þið verið að prófa. Einstaklega fljótlegt að útbúa og einfaldara getur það ekki verið. Berglind heldur úti síðunni www.gotterí.is og instagramsíðunni @gotterioggersemar þar sem þið getið fylgst með öllu því sem hún töfrar fram.

Húsráð

Vissir þú að kaffikorgur er falinn fjársjóður sem ekki má sóa?

Kaffikorgur fellur til á all mörgum heimilum og flestir henda honum í ruslið. Það er í raun mikil sóun því korgurinn er falinn fjársjóður. Hann er hægt að nýta á marga vegu og við ætlum að fara yfir það hér. Kaffikorgur sem áburður Korgurinn hentar vel til moltugerðar en mikilvægt er að þurrka kaffikorginn áður en hann er settur í ílát til geymslu annars myglar hann fljótt. Kaffikorgur er fyrirtaks áburður fyrir garðaplöntur og stofublóm. Í kaffinu er kalíum, köfnunarefni og fosfór, allt efni sem plöntur þarfnast. Korginum er blandað saman við blómamold eða efsta lag moldarinnar úti í garði. Engin hætta er á því að þú notir of mikinn kaffikorg því hann nýtist allur.

Húsráð

Ertu búin/n að laga til í kryddskápnum þínum nýlega?

Staðreyndin er sú að krydd er mjög misjafnt, það fer meðal annars eftir því hvar það er ræktað og hvernig þurrkað krydd er blandað. Sumar ferskar kryddjurtir eru efnaauðugar, eins og graslaukur, steinselja svo dæmi séu tekin. Þær hafa mikið af A- og C- fjörvum og einnig járn ríkar. Þær er auðvelt að rækta, þurrka og frysta en geymslutíminn er líka mikilvægur. Kryddskápar og skúffur eru þær hirslur sem gjarnan verða eftir þegar farið er í tiltekt í eldhúsinu en það er ekki síður mikilvægt að yfirfara kryddin og taka stöðuna á dagsetningunum hvenær þau renna út.

Hönnun

Vönduð handgerð skurðarbretti úr hnotu og eik sem fanga augað

Þessi vönduðu og umhverfisvænu skurðarbretti eru íslenskt handverk frá fjölskyldufyrirtækinu Hnyðju. Hnyðja sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Skurðarbrettin er hægt að fá úr hnotu og eik og eru tilvalin í tækifærisgjafir. Brettin eru handgerð og hanteruð með náttúruolíu, vönduð handverk sem tekið er eftir. Einnig er hægt að fá ýmsa nytjahluti með eins og smjörhníf og sultuskeið, gaffla og spaða. Sem einnig eru til úr hnotu og eik. Þessi fallegu handverk sóma sér vel ekki síður vel í sumarbústaðinum, hjólhýsinu, útilegunni eins og inni á heimilum og eru því tilvalin tækifærisgjöf fyrir ferðafélagana um verslunarmannahelgina. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía, það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi. Hægt er að kynna sér vörurnar sem í boði eru nánar á heimasíðu Hnyðju.

Matarást Sjafnar

Hollustan í nestitöskuna um verslunarmannahelgina – Chia-partý er æði

Nú er lag að útbúa nokkra hollusturétti sem smellpassa í nestistöskuna beint í útileguna, náttúruna, fjallgönguna, sundið eða hvert sem leið liggur um verslunarmannahelgina. Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi er lista góð í því að búa til einstaklega ljúffenga heilsurétti. Hún drullumallaði, eins og hún orðaði það sjálf, meðal annars þennan Chia graut sem hún nefnir Chia-partý. Hægt er að bæta í berjum og alls konar suðrænum ávöxtum, kókosflögum og öðru eftir smekk hvers og eins. Þessi uppskrift eru algjört æði og ofur einföld í framkvæmd. Svo er gott að eiga glerkrukku til að setja grautinn í og góða nestistösku.

Helga Eygló skrifar:

10 ótrúlega sniðugar leiðir til að nota WD-40

Flestir vita að WD-40 hentar afar vel til að smyrja ískrandi lamir og margt fleira. En sennilega hafa færri heyrt af þessum húsráðum.

Matarást Sjafnar

Ómótstæðilega freistandi Brownies með Oreo kexi ómissandi í útileguna

Framundan er mesta ferðahelgi landsmanna, Verzlunarmannahelgin, og þá er gott að byrja snemma að undirbúa ljúffenga bita og kræsingar til að hafa með í för hvert sem ferðinni er heitið. Í tilefni ferðahelgarinnar miklu hitti Sjöfn Þórðar, sælkera- og matarbloggarann Unu Dögg Guðmundsdóttur og fékk hana til að gefa okkur eina syndsamlega ljúffenga uppskrift af sætum bitum sem eru ómissandi í útileguna. Una Dögg er mikil áhugamanneskja um mat og bakstur og hefur lengi verið að prófa sig áfram að búa til uppskriftir, sérstaklega þegar kemur að bakstri.

Rétt geymsluaðferð matarafganga í ísskáp

Manstu eftir að að halda eftir tómum glerkrukkum?

Hvað kostar garður?

Ef þú ætlar að baka eitthvað í sólinni, þá stenst enginn þessa dásemd

Val á húsgögnum í garðinn skiptir máli

Fyrsta Götubitahátíðin sem haldin er á Íslandi

Þekkir þú sögu hnífaparanna? Albert Eiríksson er með hana á hreinu

Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Kókosolían er magnað töfraefni

Ferskasti sumarkokteillinn sem heillar gestina upp úr skónum