Heimili

Lífsstíll

Veistu eitt best geymda fegurðarleyndarmál fræga fólksins?

Weleda Skin Food Body Butter hefur farið sigurför um heiminn og er uppáhalds krem fjölmargra þekktra stjarna. Þvílík kraftaverkablanda sem gefur húðinni fallega áferð sem tekið er eftir. Þetta krem ætti að vera til á hverju heimili á góðum stað á baðherginu. Weleda Skin Food Butter er silkimjúkt og sérlega létt húðkrem, kremið mýkir og nærir húðina og hentar allri fjölskyldunni. Jurtirnar í kreminu eru hafþyrnis og sólblómaolíur. Einstök blanda af jurtum sem gerir kraftaverk og húðin verður silkimjúk. Skin Food er alhliða krem sem verkar róandi og græðandi á húðina og gerir hana mjúka og slétta. Victoria Beckham er ein þeirra sem hælir því hástert og segir kremið vera skyldueign hverrar fjölskyldu.

Stúlkur ná lengra í lífinu ef þær eiga tuðandi mæður

Það getur borgað sig að tuða í dóttur sinni, og þó flestum þyki tuð leiðinlegt getur það komið að gagni. Þetta segja vísindin og hefur rannsókninni áður verið gerð skil. En þar sem stutt er síðan skólarnir byrjuðu er við hæfi að greina frá þessari niðurstöðu aftur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að mæður sem tuða og ganga á eftir því að dætur þeirra læri heima og standa sig vel í skólanum eiga eftir að ná lengra í lífinu heldur en dætur þeirra sem eru látnar afskiptalausar.

Sólrún Diego fengið sig fullsadda af afskiptasemi : „Ég veit að enginn meinar neitt illt [...] getur verið yfirþyrmandi“

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego á erfitt með og kvíðir fyrir að fara í matvöruverslanir. Ástæðan er að þau sem fylgja henni á Snapchat og Instagram eiga það til að skipta sér af því hvað hún er að kaupa inn fyrir heimilið. Sólrún greinir frá því á Instagram að í hverri viku sé óskað eftir að hún deili innkaupalista heimilisins með aðdáendum sínum. Nú hefur hún ákveðið að hætta að deila hinum vinsæla lista. Í frétt á vef DV er vitnað í Sólrúnu:

Guðjón Sigmundsson, oftast nefndur Gaui litli, verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld

Sjöfn heimsækir Gauja litla á Hernámssetrið: Það sem gerðist í Hvalfirði breytti stríðinu

Guðjón Sigmundsson, oftast nefndur Gaui litli, kraftaverkamaður og staðarhaldari verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld en þátturinn er á dagskrá klukkan 20:30 á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari, athafnakona og frumkvöðull verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld klukkan 20:30

Sjöfn heimsækir Írisi í sjarmerandi steinhús á Vesturgötunni: Blanda af list og eftirtektarverðir munir vekja forvitni

Sjöfn Þórðar heimsækir Íris Ann Sigurðardóttur á listræna og fallega heimili hennar og fjölskyldunnar á Vesturgötunni. Fjölskyldan býr í sjarmerandi steinhúsi sem var byggt árið 1930 og þegar inn kemur blasir einstök sjón, blanda af list, blómlegum plöntum og eftirtektarverðum munum sem vekja forvitni. Íris Ann og eiginmaður hennar Lucas Keller reka jafnframt veitingastaðinn The Cooco´s Nest og kaffibarinn Luna Florens sem lýsa vel ástríðu þeirra beggja á skemmtilegan hátt.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Heimsins bezta Bananatertan hans Gauja litla – Leyndarmálinu ljóstrað upp, þú átt eftir að elska þessa

Sjöfn Þórðar heimsótti Gauja litla á dögunum á Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði og fékk að njóta gestrisni hans og leiðsögn um safnið. Einnig fékk Sjöfn Gauja litla til að ljóstra upp uppskriftinni af hans uppáhalds köku sem hann bauð uppá og rann ljúflega niður enda heimsins bezta bananaterta sem undirrituð hefur smakkað. „Hér kemur um 70 ára gömul uppskrift sem ég fékk frá henni mömmu. Þessi bananaterta hefur gengið í gegnum lífið með mér. Það voru ekki jól eða páskar án þessarar elsku,“ segir Gaui litli og brosir. „Og ég er ekki einn um að halda svona uppá þessa tertu. Til mín á safnið hafa komið aðilar sem komu til mömmu í gamla daga á tyllidögum og tala um að tertan taki þá til baka í þessar líka ljúfu minningar. Við bökum þessa tertu á safninu hjá mér, á kaffihúsinu Hvíta Fálkanum, þar sem hún rennur yfirleitt strax út og er rómuð af gestum kaffihússins.“

Hönnun

Er ekki plastlaus september? Minna plast með Aarke sódavatnstækinu – flottasta á markaðinum í dag

Þetta forkunnarfagra sódavatnstæki, Aarke sómir sér vel í hverju eldhúsi, hvort sem það er svart, hvítt, grátt, gyllt eða kopar. Þetta er tækið sem á að standa upp á borði en ekki fela inn í skáp, enda mikið augnakonfekt. Svo er það líka laust við plastflöskur. Þú þarft nú ekki lengur að bera með þér plastflöskur af kolsýrðu vatni heim úr búðinni. Flaskan sem fylgir með er úr gleri, allt til að auka á umhverfisvænleikann og að minnka plast. Hægt er að kaupa auka flöskur og eiga þannig tilbúið kolsýrt vatn inn í ísskáp eða bragðbæta til hátíðabirgða.

Flottasta húsráð allra tíma: Svona bakar þú marengs á 2 mínútum

Húsráð dagsins kemur frá Pressunni og ætti að svíkja engan. Þetta einfalda húsráð ættu allar húsmæður og húsferður að kunna. Eina sem þú þarft er eggjahvíta, flórsykur og örbylgjuofn. Þannig getur þú töfrað fram dýrindis marengs á aðeins tveimur mínútum.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Ekta ítalskt lasagna sem allir sælkerar elska

Á fallegum haustkvöldum er fátt betra en að snæða sælkeramáltíð og njóta með fjölskyldunni við kertaljós. Sjöfn Þórðar, sælkeri, er iðin við að elda sælkeramáltíð fyrir fjölskylduna og nýtur hverra stundar meðan eldað er. „Þessi uppskrift af ekta ítölsku lasagna er í miklu uppáhald á mínu heimili og matargestir okkar eru trylltir í þetta lasagna. Þessi uppskrift kemur frá góðu stjúpu minni og er heimsins bezta lasagna sem ég hef smakkað,“ segir Sjöfn. Það verður enginn svikinn af þessari uppskrift. Það er bæði hægt að nota ferskar lasagnaplötur eða þessar hörðu.

Svona brýtur þú saman teygjulök: Ómissandi myndskeið sem léttir þér lífið - Sjáðu myndbandið

Eins ómissandi og teygjulok geta verið finnst mörgum ómögulegt að brjóta þau snyrtilega saman.

Suður-Amerískt þema með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum í miðborginni

Vel heppnuð hönnun á skólabyggingu sem tengir saman samfélagið og umhverfið

Hver er staðan á fasteignamarkaðinum í dag?

Vissir þú að græn sápa er náttúruleg afurð og hentar vel til heimilisþrifa?

Tíu hlutir sem þú átt alls ekki að geyma í ísskápnum

Lifandi byggð í óspilltri náttúru

Tíu ótrúlegar snjallar leiðir til að láta matvælin endast lengur

Flottasta pallapartýið í Laxatungu þar sem bleiki liturinn og gleðin var við völd

Veitingahúsið Hornið í sinni upprunalegu mynd í hjarta miðborgarinnar

Þar sem fagurfræðin og notagildið mætast á ólíkan hátt í tveimur glæsilegum görðum