Heimili

Hönnun

Er ekki plastlaus september? Minna plast með Aarke sódavatnstækinu – flottasta á markaðinum í dag

Þetta forkunnarfagra sódavatnstæki, Aarke sómir sér vel í hverju eldhúsi, hvort sem það er svart, hvítt, grátt, gyllt eða kopar. Þetta er tækið sem á að standa upp á borði en ekki fela inn í skáp, enda mikið augnakonfekt. Svo er það líka laust við plastflöskur. Þú þarft nú ekki lengur að bera með þér plastflöskur af kolsýrðu vatni heim úr búðinni. Flaskan sem fylgir með er úr gleri, allt til að auka á umhverfisvænleikann og að minnka plast. Hægt er að kaupa auka flöskur og eiga þannig tilbúið kolsýrt vatn inn í ísskáp eða bragðbæta til hátíðabirgða.

Flottasta húsráð allra tíma: Svona bakar þú marengs á 2 mínútum

Húsráð dagsins kemur frá Pressunni og ætti að svíkja engan. Þetta einfalda húsráð ættu allar húsmæður og húsferður að kunna. Eina sem þú þarft er eggjahvíta, flórsykur og örbylgjuofn. Þannig getur þú töfrað fram dýrindis marengs á aðeins tveimur mínútum.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Ekta ítalskt lasagna sem allir sælkerar elska

Á fallegum haustkvöldum er fátt betra en að snæða sælkeramáltíð og njóta með fjölskyldunni við kertaljós. Sjöfn Þórðar, sælkeri, er iðin við að elda sælkeramáltíð fyrir fjölskylduna og nýtur hverra stundar meðan eldað er. „Þessi uppskrift af ekta ítölsku lasagna er í miklu uppáhald á mínu heimili og matargestir okkar eru trylltir í þetta lasagna. Þessi uppskrift kemur frá góðu stjúpu minni og er heimsins bezta lasagna sem ég hef smakkað,“ segir Sjöfn. Það verður enginn svikinn af þessari uppskrift. Það er bæði hægt að nota ferskar lasagnaplötur eða þessar hörðu.

Svona brýtur þú saman teygjulök: Ómissandi myndskeið sem léttir þér lífið - Sjáðu myndbandið

Eins ómissandi og teygjulok geta verið finnst mörgum ómögulegt að brjóta þau snyrtilega saman.

Gunnsteinn Helgi eigandi veitingastaðarins Burro verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Suður-Amerískt þema með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum í miðborginni

Sjöfn heimsækir veitingastaðinn Burro við Veltusund 1 í hjarta miðborgarinnar þar sem áður varð staðurinn Einar Ben og spjallar við eiganda staðarins Gunnsteinn Helga. Burro er staðsettur á annarri hæð en á þriðju hæð er kokteilbarinn Pablo Discobar og tengjast staðirnir saman. Litrík sjón blasir við þegar inn kemur, það er eins og að vera komin á suðrænar slóðir og í allt annað umhverfi. Staðurinn minnir óneitanlega á borgina Havana á Kúbu með mexíkósku ívafi. Hönnunin, litríkur stíllinn og munirnir gleðja augað og upplifunin er framandi. Við fáum innsýn í tilurð staðarins, hönnunina og þemað í matargerðinni. Suður-ameríska þemað sem þar er að finna er lítið þekkt hérlendis og þarna er það tekið enn lengra með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum sem eiga sér enga líka.

Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri og Una Guðrún Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri Urriðaholtsskóla verða gestir hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Vel heppnuð hönnun á skólabyggingu sem tengir saman samfélagið og umhverfið

Urriðaholtsskóli stendur á einstökum stað í Urriðaholtinu í Garðabæ þar sem náttúran skartar sínu fegursta og skólastarfið er samtvinnað við nærumhverfið. Sjöfn heimsækir Þorgerði Önnu skólastjóra og Unu Guðrúnu aðstoðarskólastjóra og spjallar við þær um innsýn í hugmyndafræðina bak við hönnunina á skólabyggingunni, stefnu skólans og tengingunni við umhverfið. Hönnunin á skólabyggingunni er hugsuð út frá þörfum nemenda og starfsfólks og rýmin eru fullnýtt. Sérstaða skólans er meðal annars húsnæðið, sem er bjart og opið með stórum gluggum og hátt er til lofts og hljóðvistin er eins og best verður á kosið.

Ingólfur Geir Gissurason löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Valhöll verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Hver er staðan á fasteignamarkaðinum í dag?

Ingólfur Geir framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Valhöll verður gestur Sjafnar í kvöld og fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum í dag. Ingólfur fer yfir hvernig fasteignamarkaðurinn kemur undan sumri, framboðið og hvort betur megi gera til að liðka fyrir kaupum og sölu á markaðinum til að tryggja stöðuleika og festu.

Húsráð

Vissir þú að græn sápa er náttúruleg afurð og hentar vel til heimilisþrifa?

Grænsápa er náttúruleg afurð hefur verið notuð til heimilisþrifa í aldaraðir. Hún er til í fljótandi og föstu formi og verður til við efnahvörf fitu og pottösku. Hún er umhverfisvæn og hentar til ýmissa nota. Fullkomin blanda til að þrífa margs konar yfirborð, eins og flísar, parket, baðkar eða sturtuklefa, er matskeið af grænsápu og þrír lítrar af vatni. Best er að nýta hana í fljótandi formi en hún nýtist líka vel í föstu formi til ýmissa þrifa, nudda í erfiða bletti svo dæmi séu tekin. Grænsápan hentar líka einstaklega vel til þrifa á eldhúsáhöldum eins og pottum og pönnum. Ef þú vilt vera hagsýn/n og um leið huga að umhverfisáhrifum hvað varðar hreinisefna noktun er best að kaupa stóra fötu af grænsápu sem ekki er búið að þynna út, slík fata ætti að geta dugað í heilt ár miðað við venjulega heimilisnotkun.

Tíu hlutir sem þú átt alls ekki að geyma í ísskápnum

Flest okkar finnst eins og það sé best fyrir öll matvæli að þau séu geymd í ísskápnum svo þau endist lengur. Það er rétt að þetta á við flest öll fersk matvæli en þó eru hlutir sem eiga alls ekki að vera geymdir inn í ísskápnum og nokkur ráð til að láta þá endast lengur.

Fasteignir og heimili: Hverfi mánaðarins - Urriðaholt

Lifandi byggð í óspilltri náttúru

Urriðaholt er nýtt og spennandi hverfi í Garðabæ með einstakt útsýni til allra átta. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og stutt í góðar samgönguæðar sem tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Svæðið býður uppá óþrjótandi möguleika til að stunda útivist, heilbrigða hreyfingu og ýmis konar sport og er hvetjandi fyrir alla til að hreyfa sig. Samgönguæðar tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins, eins og Reykjanesbrautina sem tryggir greiðar leiðir til allra átta. Öll þjónustu er til staðar, Kauptúnið þar sem IKEA, Costco, Bónus og fleiri verslanir eru, verslunarkjarninn við þorpið er aðeins í nokkurra mínútna akstursfjarlægð í þjónustu og verslun í Garðabæ, Hafnarfirði eða Kópavogi, eins og í Smáralindina.

Tíu ótrúlegar snjallar leiðir til að láta matvælin endast lengur

Flottasta pallapartýið í Laxatungu þar sem bleiki liturinn og gleðin var við völd

Veitingahúsið Hornið í sinni upprunalegu mynd í hjarta miðborgarinnar

Þar sem fagurfræðin og notagildið mætast á ólíkan hátt í tveimur glæsilegum görðum

Uppskrift: Guðdómlega góðar og hollar bláberja- og haframúffur Kristínar Edwald eiga vel við á sunnudagsmorgni

Úr hverju er drykkjarflaska barnanna í skólanum?

Fatnaður fyrir skólabörnin – Kauptu notað og haldu vistspori þínu í skefjum

Uppskrift: Syndsamlega ljúffeng sellerírótarmús sem enginn stenst

Getur verið að fuglar séu líka fólk?

Leyndarmálinu á bak við merkt húsgagn á Bakkastofu ljóstrað upp