Heimili

Fasteignir og heimili

Innlit til Hrefnu Sætran: Steiktar rjúpubringur og hreindýr toppað með sósu sem enginn stenst

Hrefna Rósa Sætran er á fullu í eldhúsinu þessa dagana. Sjöfn Þórðar leit við.

Matarást Sjafnar

Samveran með vinum og fjölskyldu er það allra besta við jólin

Það styttist senn í aðfangadag og allir eru óða önn að undirbúa komu jólanna. Ilmurinn úr eldhúsunum er ennþá lokkandi og fjölmargir njóta þess að baka sínar uppáhalds kökur og smákökur. Una Dögg Guðmundsdóttir er ein af þeim sem bakar mikið fyrir jólin og Sjöfn Þórðar heimsótti hana á dögunum og forvitnaðist um hefðir og siði á hennar heimili á aðventunni. „Ég baka alltaf mikið fyrir jólin, er alin upp við mikinn jólakærleika og ilmurinn af smákökum situr í mér úr æsku en mamma passaði sko upp á að hafa dýrindis smákökur í desember,“ segir Una Dögg dreymin á svip.

Hönnun

Hakið tilvalið fyrir jólahangikjötið

Hakið er framúrskarandi flott hönnun og smellpassar fyrir jólahangikjötið. Hátíðarborðið verður glæsilegra með Hakinu og lyftir jólahangikjötinu upp á hærra plan þegar það er framreidd með þessum hætti. Það er ætlað fyrir tvíreykt hangikjöt og einnig er hægt að nýta það fyrir hin glæsilegu spænsku hráskinkulæri sem einnig eru vinsæl á íslenskum heimilum. Hægt er að færa litla kubbinn á brettinu eftir hvað lærið er stórt. Hakið er íslenskt handverk, frá Hnyðju sem er lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að vera með íslenskt, umhverfisvænt handverk á sanngjörnu verði.

Matarást Sjafnar

Uppáhalds hjá Kaju – Ómótstæðilega ljúffeng grafin gæs með jólarauðlaukssultu Kaju og piparrótarsósu sem tryllir bragðlaukana

Nú styttist óðum í jólin og allir eru í óða önn að undirbúa hátíðarhöldin. Jólamaturinn spilar stórt hlutverk yfir hátíðarnar og tímarnir hafa breyst og nýir siðir og hefðir koma með nýjum kynslóðum bland við þá eldri. Sjöfn Þórðar heimsótti Karenu Jónsdóttur, sem ávallt er kölluð Kaja, upp á Skaga þar sem mörgum leikur forvitni að vita hvort hægt er að velja hollari leið þegar kemur að því að snæða hátíðarmatinn.

Heilsutorg.is

Rauðlaukssulta – alveg rosalega góð: Uppskrift

Föðursystir mín hún Ásdís gaf mér krukku af þessari heimatilbúnu rauðlaukssultu og það var slegist um krukkuna mætti eiginlega segja.

Albert Eiríksson matar- og sælkerabloggari, Berglind Guðmundsdóttir matar- og sælkerabloggari hjá Gulur, Rauður, Grænn & Salt og Guðvarður Gíslason veitingamaður verða gestir hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir & Heimili:

Bauð börnunum uppá hamborgara- og náttfatapartý á aðfangadagskvöld við litlar undirtektir

Í kvöld verður jólaþáttur Fasteigna & Heimila og verður hann með hátíðarívafi. Matarhefðir og siðir heimilana um jólin verða í forgrunni. Sjöfn Þórðar fær til sín góða gesti sem munu ræða um jólahefðir og siði fyrr og nú.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Enska jólakakan ljúfa sem bræðir alla bragðlauka með sínu einstaka bragði að hætti Fríðu á Norðurbakkanum

Þriðji í aðventu er runninn upp og þá er lag að halda áfram að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds og jafnvel baka uppáhalds kökuna eða prófa eitthvað nýtt. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er dásamlegur tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti Málfríði Gylfadóttur Blöndal, sem er eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði sem er bæði bóka- og kaffihús að bestu gerð. Sjöfn fékk Málfríði til að svara nokkrum spurningum tengdum aðventunni og undirbúningi jólanna á hennar heimili. Málfríður, sem oftast er kölluð Fríða, er þekkt fyrir að baka dýrindis kökur, sem ávallt eru fagurlega skreytar. Kræsingarnar á kaffihúsinu bera þess sterk merki auk þess að vera þekkt fyrir fjölbreytni og halda í gamlar og góðar uppskriftir sem minna gjarnan á gamla tímann, sem er algjör nostagalía. Sjöfn fékk Fríðu jafnframt til að baka eina af sínum uppáhalds kökum sem tengist aðventunni og jólunum og svipta hulunni af uppskriftinni um leið. Enska jólakakan er ein af hennar uppáhalds og á sér langa sögu.

Húsráð

Svona nærðu kertavaxi úr dúkum

Nú er þessi árstími sem notkun á kertum er hvað mest og á kertavaxið til að leka í sparidúkana yfir hátíðarnar. Þá er nauðsyn að búa yfir töfraráði til að ná kertavaxinu úr. Byrja þarf á að ná sem mestu af vaxinu burt. Það er auðveldast með því að frysta eða kæla vaxblettinn og skafa sem mest af. Ef um litlaust vax er að ræða getur verið gott að leggja eldhúspappír yfir og strauja með volgu staujárni yfir. Ef vaxið er litað er betra að nota rauðspritt eða brennsluspritt til að ná blettinum úr eða jafnvel hreinsað bensín ef liturinn er sterkur. Kertavaxleifar leysast upp við 60° gráður hita og ef dúkurinn eða flíkin þolir þann hita er best að þvo hann strax eftir blettahreinsunina.

Heimili og lífstíll

Gerðu ástvinum þínum auðveldara fyrir að finna réttu gjöfina fyrir þig

Verslunin Mathilda býður uppá nýja þjónustu sem kærkomin í jólastússinu. Hægt er að skrá óska jólagjöfina á jólagjafalistann hjá þeim. Með því gerir þú ástvinum þínum auðveldara að finna réttu gjöfina fyrir þig. Þetta er ótrúlega skemmtileg nýjung sem mun svo sannarlega geta tryggt að hægt er hitta beint í mark með réttu jólagjöfinni með aðstoð stelpnana í Mathildu. Mathilda er hágæða tískuvöruverslun þar sem boðið er upp fjölbreytt úrval af fatnaði, skóm og fylgihlutum frá nokkrum tískuvörumerkjum. Þar má meðal annars nefna Sand Copenhagen, POLO by Ralph Lauren, Anine Bing, Emporio Armani og Rabens Saloner.

Heimili og lífstíll

Uppskrift: Sörubakstur með Alberti Eiríkissyni sælkera og gleðigjafa

Í aðventunni er lag að huga að gæðastundum með sínum uppáhalds og njóta. Aðventan er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, baka og líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. Sjöfn Þórðar heimsótti á dögunum Albert Eiríksson matar- og sælkerabloggara með meiru og fékk hann til að ljóstra upp leyndarmálinum sínu bak við Sörubaksturinn. Albert kann svo sannarlega að njóta og það er upplifun að fá að baka með honum þessar himnesku hátíðar Sörur sem bráðna í munni og setja svip sinn á veisluborð. „Þegar ég er í sérstaklega miklu jólabakstursstuði þá tekur mig þrjá daga að útbúa Sörurnar, fyrsta daginn eru botnarnir bakaðir og frystir. Þann næsta útbý ég kremið og set á botnana og frysti og þriðja daginn er þeim dýft í súkkulaðið en þetta er eflaust einhver bilun. Satt best að segja er alveg nauðsynlegt kökurnar séu munnbitastórar, frekar slæmt að þurfa að bíta í kökuna og kremið frussast í allar áttir,“ segir Albert og glottir. En við gerum undantekningu í þetta skiptið og förum gegnum alla ferlana og njótum þess að smakka um leið,“ segir Albert og brosir sínu breiðasta.

Mættur aftur þar sem hann byrjaði í faginu, reynslunni ríkari með eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins með allt til alls

Tískuvöruverslun á heimsklassa á sviði tísku þar sem viðskiptavinurinn er ávallt í forgrunni

Stórglæsileg húsakynni þar sem boðið er uppá nútímalegt starfsumhverfi og lausnir fyrir sameiginleg vinnusvæði

Fjölbreytni í fatnaði og tískuvörumerkjum bæði fyrir konur og menn þar sem hjartað slær í miðborginni

Piparkökurnar í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Hreiðars og ómissandi í aðventunni

Íslenskt handverk er falleg gjöf um jólin

Veislubók Berglindar er algjör klassiker: Afrakstur áralangrar ástríðu um hvernig góða veislu skal gjöra

Rjúpa og hreindýr á jólamatseðlinum með ómótstæðilega ljúffengu meðlæti sem gleður bragðlaukana sem auðvelt er að elda

Fann sína fyrstu draumaeign við Leifsgötuna þar sem Hallgrímskirkja skartar sínu fegursta efst á Skólavörðuholtinu

Uppskrift: Frönsku Flórentínurnar með möndlum, karamellu og súkkulaði bræða sælkerahjörtu og eiginmaðurinn elskar Gústu súkkulaðibitakökurnar