Heimili

Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður og stílisti með meiru er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld:

Ein flottasta hönnunarhátíð í heimi

Árlega í byrjun sumars er haldin glæsileg hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn þar sem fjölmörg fyrirtæki, hönnuðir og innanhússarkitektar sýna afrakstur sinn, nýjustu stefnur og strauma og hvað koma skal. Elva Hrund Ágústsdóttir er ein þeirra heppnu sem fær boð á þessa stórkostlegu hönnunahátíð árlega og hún kemur í þáttinn til Sjafnar að segja frá því sem augum bar.

Grétar Jónasson lögmaður, fasteignasali og framkvæmdastjóri Félags fasteignasala er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Dýrasta fjárfesting á lífsleið hvers og eins er oftast fasteign

Stærstu viðskiptin sem flestir eiga á lífsleiðinni er að kaupa sér fasteign. Það er því mikilvægt að allt gangi upp og nauðsynlegt að kaupandi fasteignar geti treyst fasteignasalanum sem hann fær ráðgjöf frá í einu og öllu í því ferli sem fram fer þegar fjárfest er í fasteign. Sjöfn fær til sín Grétar Jónasson lögmann og fasteignasala sem jafnframt er framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Berta Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Modulus sem sérhæfir sig í módulum er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Nútímalegar og stílhreinar byggingar frá Modulus heilla

Í nýju hverfi, við Asparskóg 12 á Akranesi er risin reisuleg og falleg bygging sem nefnist móduli frá fyrirtækinu Modulus. Módular eru byggingar sem afhendast fullkláraðar að innan sem utan með klæðningum, innréttingum, gólfefnum, lögnum, tækjum og öllu sem til þarf. Sjöfn heimsækir Bertu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Modulus í Asparskóginn þar sem verið er að leggja lokahönd á bygginguna.

Hönnun

Pergólur til að brjóta vindinn

Orðið pergóla birtist hér á landi á þeim tíma sem Stanislas Bohic byrjaði að hanna garða fyrir Íslendinga. Pergólur hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu misseri. Pergóla er með uppistöður og opið þak með bitum.

Húsráð

Þetta verður þú vita til að þeyta egg á réttan hátt

Nokkur atriði ber að hafa í huga þegar þeyta á egg. Egg þeytast best ef þau eru við stofuhita. Takið því eggin úr ísskáp 15 mínútum fyrir þeytingu og leggið í volgt vatn. Þá er eggið tilbúið fyrir þeytingu en þegar á að skilja eggið og þeyta eggjahvítur vöndum við okkur enn frekar.

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari sjónvarpskokkur, veitingahúsaeigandi og höfundur matreiðslubóka er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Smáréttir Hrefnu Rósu á grillið bráðna í munni

Í Skerjafirðinum, á kyrrlátum og fallegum stað í nánd við Reykjavíkurflugvöll býr Hrefna Rósa Sætran ásamt fjölskyldu sinni í afar snotru húsi með sál. Sjöfn heimsækir Hrefnu Rósu í garðinn þar sem Hrefna Rósa grillar fyrir hana ljúffenga smárétti sem eiga vel við alla daga ársins en sérstaklega á góðvirðis dögum í skemmtilegum félagsskap.

Soffía Karlsdóttir fagurkeri og forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld:

Hrífandi arkitektúr sem tekið er eftir á heimili Soffíu Karls

Á einstökum stað í hjarta Grafarvogs, í fallegu og stílhreinu einbýlishúsi með himnesku útsýni yfir Viðey, Kollafjörðinn, Esjuna og fallega fjallasýn býr Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar. Sjöfn heimsækir Soffíu Karlsdóttur og fær innsýn í heimilisstíl hennar og fjölskyldunnar. Heimilisstíll Soffíu er afar heillandi, þar sem listfengi þeirra hjóna ber þess sterk merki.

Matarást Sjafnar

Ómótstæðilega freistandi púðursykurmarengs hnallþóra á 17. júní

Flest okkar höldum við í ákveðnar hefðir og siði þegar kemur hátíðisdögum eins og páskum, jólum, sumardeginum fyrsta og svo lengi mæti telja. Framundan er þjóðhátíðardagur okkar Íslendingar, 17.júní og tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar sælkera og fagurkera sem njóta þess að halda í góða siði og venjur og líka að búa til nýjar hefðir fyrir næstu kynslóðir. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Berglindi Hreiðarsdóttur matar- og kökubloggara með meiru sem er einn af okkar beztu bökurum landsins. Berglind segir okkur frá sínum hefðum og siðum í tengslum við 17. júní í bernsku. Einnig ljóstrar Berglind upp hvað hún ætlar að baka í tilefni dagsins og gefa okkur uppskriftina.

Hefðir og siðir

Hæ, hó jibbí jei – hvað ætlar þú að gera á 17. júní?

Framundan er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, 17.júní og í tilefni þess fengum við Albert Eiríksson matarbloggara og fagurkera með meiru til að segja okkur frá sínum hefðum og siðum í tengslum við 17. júní. Einnig fengum við Albert til að gefa okkur nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera til að gleðjast saman og fagna þjóðhátíðardeginum.

Matarást Sjafnar

Heimsins bezta bananabrauðið frá Hrefnu Rósu Sætran

Þessi dásamlega uppskrift af bananabrauði frá Hrefnu Rósu Sætran kokki og veitingahúsaeiganda er ein sú einfaldasta í heimi og bananabrauðið er ótrúlega ljúffengt, beint úr ofninum, mjúkt undir tönn og gleður bragðlaukana. Það nýjasta sem Hrefna Rósa býður okkur upp á eru heimilisuppskriftir sem hún setur inn á Instagramið sitt. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, uppskriftir sem eru einfaldar, flóknar, fjölbreyttar og alls konar. Hrefna Rósa mun galdra fram hina frumlegustu eða einföldustu rétti, eftir dagsforminu að hverju sinni. Eins og hún segir orðrétt: „Bara það sem mér dettur í hug. Þessi herlegheit set ég svo í highlight á Instagram þar sem þið getið alltaf kíkt á innkaupalistann , mynd af hráefninu og svo smá videó af aðferðinni,“ segir Hrefna Rósa. Uppskriftin af bananabrauðinu er eitt af því sem hún bauð fylgjendum sínum upp á, á dögunum.

Íslensk hönnun og húsgögn í suðurstofu Bessastaða – „Eigum að vera stolt af því sem er hannað og framleitt hér á landi“

84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust undir ásettu verði

Mikilvæg grillráð þegar við hugum að heilsunni – Þrífur þú grillið reglulega eftir notkun?

Góð ráð fyrir fasteignakaupendur þegar kemur að frágangi lána og þinglýsingu

Íris Björk elskar hamborgara með karamellíseraðum lauk, beikoni og sveppum

Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Brynjar: „Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi“

Stólarnir sem eru að gera allt vitlaust í dag

Heillandi klassískur funkis stíll á heimili Margrétar

Bryggjan Grindavík mikil lyftistöng fyrir bæjarbraginn í Grindavík