Heimili

Matarást Sjafnar

Íris Björk elskar hamborgara með karamellíseraðum lauk, beikoni og sveppum

Nú er sumarið komið og þá eru flestir komnir í grillstuð og eiga ánægjulegar stundir við eldamennskuna úti við. Við hittum Írisi Björk Símonardóttur, markmann í sigurliði Vals í handknattleik, en þær unnu alla titlana þrjá í ár. Þær eru bikar,- deildar,- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna í handknattleik árið 2019. Íris Björk stóð sig framúrskarandi vel í marki Vals og er ein sú okkar bezta í handknattleik. Hún var jafnframt valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna tímabilið 2018/2019 hjá Val. Við fengum Írisi Björk til að segja okkur aðeins frá hvað hún er að gera þessa dagana eftir að handboltatímabilinu lauk og frá hennar uppáhalds réttum á sumargrillið.

Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Sumarið hefur svo sannarlega byrjað vel hér á Íslandi. Mikil sól hefur verið undanfarna daga og hafa fjölmargir Íslendingar nýtt sér veðurblíðuna til að skella sér út í garð að gera hann fínan. Baráttan við illgresið getur verið erfið og virðist oft vera vonlaust að slást við það. Margir grípa þá til þess ráðs að kaupa eitur til að vinna á illgresinu, sem getur verið bæði hættulegt fyrir umhverfið og okkur sjálf. Hér eru fimm umhverfisvænar leiðir sem þú getur notað án þess að skaða þig eða umhverfið.

Brynjar: „Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi“

Brynjar Níelsson hefur verið önnum kafin síðustu daga líkt og margir þingmenn. Brynjar er 2. Varaforseti þingsins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann nýtti lausa stund um daginn til að fá hvíld frá þingstörfum og fyrir valinu var kvikmyndin John Wick 3. Í aðalhlutverki er Keanu Reeves og hafa myndirnar fengið mikið lof. Keanu Reeves leikur leigumorðingja sem myrðir mann og annan til að hefna fyrir að hvolpurinn hans var myrtur.

Hönnun

Stólarnir sem eru að gera allt vitlaust í dag

Flottustu stólarnir á veröndina í dag eru EcoFurn stólarnir. Hönnunin á þeim er aðdáunarverð og lögun þeirra er einstaklega falleg og fangar augað. Þeir prýða umhverfi sitt á heillandi og framandi hátt.

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi hjá Sjöfn Þórðar í þættinum í kvöld:

Heillandi klassískur funkis stíll á heimili Margrétar

Á fallegum stað í hjarta Vesturbæjarins, í reisulegu og stílhreinu einbýlishúsi á tveimur hæðum býr Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi. Sjöfn heimsækir Margréti og fær innsýn í heimilisstíl hennar og fjölskyldunnar.

Hilmar S. Sigurðsson og Axel Ómarsson eigendur Bryggjan Grindavík hjá Sjöfn Þórðar í kvöld:

Bryggjan Grindavík mikil lyftistöng fyrir bæjarbraginn í Grindavík

Við höfnina í Grindavík stendur reisulegt og tignarlegt hús, sem hýst hefur netgerð í áratugi ásamt því að vera með lítið, kósý kaffihús í einu horni hússins sem margir hafa tekið ástfóstri við. Nú hafa nýir eigendur hússins, þeir Hilmar Sigurðsson og Axel Ómarsson tekið til hendinni og gert enn betur.

Stefán Geir Þorvaldsson framkvæmdastjóri hjá Nostra hjá Sjöfn Þórðar í kvöld:

Sérhæfa sig í dýnuhreinsun og þið trúið því ekki hvað leynist í dýnunni ykkar

Við eyðum um það bil einum þriðja hluta af ævi okkar í rúminu og flestir gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil óhreinindi rúmdýnan hefur að geyma. Það mun koma ykkur á óvart þegar hulunni verður svipt af leyndardómi dýnunnar.

Matarást Sjafnar

Syndsamlega ljúffeng systursamloka croque madame

Á sunnudögum er fátt betra en að fá sér syndsamlega ljúffengan dögurð og það nýjasta sem ég töfraði fram úr eldhúsinu var þessi gómsæta croque madame með nýrri útfærslu sem bragðaðist ómótstæðilega vel. Þessi útfærsla féll svo sannarlega vel í kramið hjá heimilsfólkinu og verður klárlega á boðstólnum aftur.

Heilræði fyrir fasteignakaupendur:

Hefur þú kynnt þér neytendaþjónustu Félags fasteignasala?

Sjöfn Þórðar heldur áfram með heilræði fyrir fasteignakaupendur. Að þessu sinni minnir hún á þjónustu sem í boði er fyrir fasteignakaupendur og hvernig þeir geta reynt að tryggja hagsmuni sína sem best þegar kemur að fasteignaviðskiptum.

Matarást Sjafnar

Meistari í brauðtertugerð

Það má með sanni segja að brauðterturnar séu komnar sterkt inn aftur og samfélagsmiðlarnir loga af girnilegum og fagurlega skreyttum brauðtertum. Við sem eldri erum þekkjum flest brauðtertur og höfum sjálfsagt borðað þær ófáar í alls konar veizlum og samkvæmum. Hárgreiðslumeistarinn Ingibjörg Sveinsdóttir er ein af okkar flottustu brauðtertugerðar snillingum og veit fátt skemmtilegra en að laga girnilega brauðtertu og skreyta hana af hjartans list. Það er óhætt að segja það að brauðterturnar hennar Ingibjargar eru hreint listaverk og bragðast líka ómótstæðilega vel. Brauðtertugerð er ein af okkur góðu íslensku hefðum sem vert er að viðhalda og þykja ómissandi á hátíðarkaffihlaðborðið.

Frumsýning á stórfenglegri hönnun á Urban Flex sumarhúsinu frá Urban Beat

Fyrir kaupendur fasteigna er ástandsskoðun á fasteigninni mjög skynsamleg fjárfesting

Raðar þú rétt inn í ísskápinn þinn?

Truflaður góðborgari á sumargrillið að hætti einkaþjálfarans Nönnu Kaaber

Anna Björk galdraði fram syndsamlega ljúffengar Churros

Kósý eldstæði á veröndina eða í bakgarðinn

Umhverfisvænn heimilisstíll heillar og gerir lífið betra

Sindrastóllinn íslensk, klassísk og tímalaus hönnun

Kristín Edwald, okkar Martha Stewart, nýtur þess að leika sér í eldhúsinu

Svona losnar þú við mýflugur í garðinum