Vel heppnuð hönnun á skólabyggingu sem tengir saman samfélagið og umhverfið

Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri og Una Guðrún Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri Urriðaholtsskóla verða gestir hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Vel heppnuð hönnun á skólabyggingu sem tengir saman samfélagið og umhverfið

Una G. Einarsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir
Una G. Einarsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir

Urriðaholtsskóli stendur á einstökum stað í Urriðaholtinu í Garðabæ þar sem náttúran skartar sínu fegursta og skólastarfið er samtvinnað við nærumhverfið. Sjöfn heimsækir Þorgerði Önnu skólastjóra og Unu Guðrúnu aðstoðarskólastjóra og spjallar við þær um innsýn í hugmyndafræðina bak við hönnunina á skólabyggingunni, stefnu skólans og tengingunni við umhverfið. Hönnunin á skólabyggingunni er hugsuð út frá þörfum nemenda og starfsfólks og rýmin eru fullnýtt. Sérstaða skólans er meðal annars húsnæðið, sem er bjart og opið með stórum gluggum og hátt er til lofts og hljóðvistin er eins og best verður á kosið.

Nýjast