Val á húsgögnum í garðinn skiptir máli

Hönnun

Val á húsgögnum í garðinn skiptir máli

Glæsileg hönnun með innbyggðum húsgögnum
Glæsileg hönnun með innbyggðum húsgögnum

Eins og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt bendir á er mikilvægt að velja réttu garðhúsgögnin og það er hægt að fara nokkra leiðir þegar þau eru valin. Þegar verið er að hanna garð, pall eða verönd er vert að hafa það í huga að hægt er að vera með innbyggð húsgögn sem koma sér vel og þar af leiðandi er hægt að slá nokkrar flugur í einu höggi.

Húsgögnin í garðinum geta ýmist verið innbyggð eða færanleg. Innbyggð húsgögn eru gjarnan föst við trépalla og smíðuð úr sama efni. Algengt er að setja innbyggða bekki við girðingar, bæði til að mynda sæti og til að láta girðinguna sýnast lægri. Ef slíkur bekkur er hafður við ytri mörk dvalarsvæðis nýtist bekkurinn einnig sem afmörkun og plássið á slíkum svæðum nýtist gjarnan betur. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar útfærslur af innbyggðum húsgögnum. 

Heimildir á síðu Björns Jóhannssonar www.landslagsarkitekt.is og á fésbókarsíðunni:  landslagsarkitekt

 

 

Nýjast