Tjáðu ást þína með gjöf sem gleður

Tjáðu ást þína með gjöf sem gleður

Dagur elskenda, Valentínusardagurinn, er framundan á fimmtudaginn næstkomandi og þá er lag að koma ástinni sinni á óvart með gjöf sem gleður. Hér erum við með brot af hugmyndum að gjöfum fyrir hann og hana sem eru góðar leiðir til að tjá ást sína með ýmsu móti.

Töff og stílhreint fyrir hana og hann

Verslunin Boss og Hugo Boss konur bjóða uppá vandaðar og fágaðar þýskar gæðavörur sem gleðja. Þessar fallegu og töffaralegu töskur frá Hugo Boss falla vel í kramið á parinu sem vill vera í stíl. Gjafir sem gleðja augað og fagurkerann, ást er að vera í stíl.

Segðu það með rómantískum blómvendi

Í áranna rás höfum við tjáð tilfinningar okkar með fallegum blómvendi handa ástinni okkar. Starfsfólkið í Blómagalleríi við Hagamel leggur ást sína við að setja saman rómantíska blómvendi í tilefni dags ástarinnar.

Glóðvolgt og ilmandi bakkelsi í rúmið

Hvernig langar ekki að fá morgunverðinn í rúmið á degi ástarinnar? Ást er að njóta morgunverðar saman í rúminu og fá nýbakað og ilmandi bakkelsi frá Brauð&Co í morgunverð í tilefni dagsins.

Ást er að fara saman í nudd og spa

Unaðslegt og ljúft er að fara saman í nudd og spa. Nordica Spa á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut býður uppá fjölbreyttar spa- og nuddmeðferðir og aðgang að heilsulind. Að fara saman í nudd og spa er afar endurnærandi og yndisleg upplifun fyrir báða aðila. Við mælum með dekri á degi ástarinnar.

Ást er að fara saman í öðruvísi helgarfrí

Veitingastaðurinn Mímir á Hótel Sögu býður uppá glæsilegan, rómantískan þriggja rétta kvöldverðarseðil sem kitlar bragðlaukana og sérvalin vín. Einnig er hægt að panta gistingu á Hótel Sögu í nýuppgerðum svítum og njóta með ástinni og loks snæða morgunverð saman á hinum rómaða Mími. Yndislegt að njóta saman og dekra við hvort annað.

Ástarjátning með skartgrip í stíl

Hjá skartgripafyrirtækinu Sign við smábátahöfnina í Hafnarfirði er að finna yndislega skartgripalínu fyrir hann og hana, Dulúð. Andargiftin er sveipuð dulúð og skilar sínu í einstakri og rómantískri hönnun. Þessir hringir heita Lífstré. Munstrið í hringunum er eins og tré og táknar lífið og hringrás þess.

Nýjast