Þorgerður: Ríkisstjórn kyrrstöðu – Gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn harðlega

Þorgerður: Ríkisstjórn kyrrstöðu – Gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn harðlega

„Í könn­un­um má lesa að fylgi Viðreisn­ar hef­ur nærri tvö­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og Viðreisn hef­ur bætt við sig fleiri at­kvæðum en nokk­ur ann­ar flokk­ur.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar við upphaf ræðu sinnar á Alþingi nú í kvöld.

Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Vinstri græna og sagði flokkinn hafa komið inn í ríkisstjórnina með stór og mikil loforð um að bæta heilbrigðiskerfið og loforð af stærðargráðu sem ekki hefði sést áður en staðan væri hörmuleg.

„Hvaða frétt­ir blasa svo við fólk­inu í land­inu okk­ar nú þegar kjör­tíma­bilið er hálfnað? Svarið er: Fleiri frétt­ir um lok­an­ir en nokkru sinni fyrr í sög­unni. Fleiri frétt­ir um frest­un aðgerða en áður. Frétt um að níu ára dreng­ur hafi beðið í tvo daga eft­ir aðgerð vegna hand­leggs­brots. Og fleiri frétt­ir um biðlista. Biðlista á biðlista ofan.“

Þorgerður ræddi einnig um tilgang að stuðla að samstarfi við önnur lönd um verslun og varnir. Þar gagnrýndi hún Sjálfstæðisflokkinn og sagði baklandið vera brotið þegar kæmi að því að verja aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins sem væri mikilvægasta bandalag fullvalda þjóða um sameiginlegan heimamarkað og taki til neytenda nær og fjær. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin væri ekki að sækja fram, heldur róa í hringi. Þá sagði Þorgerður Katrín:

„Þegar kem­ur að vörn­um lands­ins er bak­land for­ystu­flokks rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fjötr­um löngu liðinna kalda­stríðshug­munda.“

Hún gagnrýndi einnig störf ríkisstjórnarinnar vegna þriðja orkupakkans. Sagði hún innanflokksátök í stærstu stjórnarflokkunum og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum, hefðu tafið málið og því tekið tvö ár að innleiða orkupakkann þrátt fyrir afgerandi meirihluta á þingi.

Þorgerður Katrín sagði síðan að lokum að það væri mikið ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn kyrrstöðu. Kyrrstaða næði ekki að vera mótvægi við öfga og afturhald eða hreyfiafl fyrir framtíðina.

Nýjast