Þar sem fagurfræðin og notagildið mætast á ólíkan hátt í tveimur glæsilegum görðum

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Þar sem fagurfræðin og notagildið mætast á ólíkan hátt í tveimur glæsilegum görðum

Sjöfn Þórðar og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt
Sjöfn Þórðar og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt

Margir þrá það ekkert heitar en að geta notið þess að vera úti við á fallegum sumar- og haustkvöldum á huggulegum palli eða verönd í draumagarðinum.  Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sérhæfir sig í þvi að hanna draumagarðinn og uppfylla óskir hvers og eins.

Sjöfn fékk að líta inn í tvo draumagarða með Birni, hvorn með sinn stíl, sem Björn hannaði í samráði við eigendur með frábærri útkomu. Um er að ræða raðhúsagarða þar sem náttúran nær að skarta sínu fegursta. Báðir garðirnar eiga það sameiginlegt að hugsað er fyrir öllum þörfum eigandanna og hver krókur og kimi er nýttur. Sjón er sögu ríkari.

Nýjast