Svanurinn fangar augað – aðeins mjúkar línur

Hönnun

Svanurinn fangar augað – aðeins mjúkar línur

Svanurinn, nýstárlegur stóll
Svanurinn, nýstárlegur stóll

Falleg hönnun sem er tímalaus og fangar augað er ávallt góður valkostur. Svanurinn er stóll sem er gott dæmi um vel heppnaða hönnun sem eldist vel og verður bara vinsælli með hverju árinu. Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. 

Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen. Svanurinn fæst meðal annars í lífstílsversluninni Epal og hægt er að fá Svaninn í Christianshavn áklæði með möguleika á 26 ólíkum litum.

Nýjast