Suður-Amerískt þema með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum í miðborginni

Gunnsteinn Helgi eigandi veitingastaðarins Burro verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Suður-Amerískt þema með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum í miðborginni

Gunnsteinn Helgi eigandi veitingastaðarins Burro
Gunnsteinn Helgi eigandi veitingastaðarins Burro

Sjöfn heimsækir veitingastaðinn Burro við Veltusund 1 í hjarta miðborgarinnar þar sem áður varð staðurinn Einar Ben og spjallar við eiganda staðarins Gunnsteinn Helga. Burro er staðsettur á annarri hæð en á þriðju hæð er kokteilbarinn Pablo Discobar og tengjast staðirnir saman. Litrík sjón blasir við þegar inn kemur, það er eins og að vera komin á suðrænar slóðir og í allt annað umhverfi. Staðurinn minnir óneitanlega á borgina Havana á Kúbu með mexíkósku ívafi. Hönnunin, litríkur stíllinn og munirnir gleðja augað og upplifunin er framandi.  Við fáum innsýn í tilurð staðarins, hönnunina og þemað í matargerðinni. Suður-Ameríska þemað sem þar er að finna er lítið þekkt hérlendis og þarna er það tekið enn lengra með nútímalegu twisti í þjóðþekktum húsakynnum sem eiga sér enga líka.

Nýjast