Stúlkum og konum sem hyggjast eignast börn á lífsleiðinni ráðið frá því að neyta spiks af grindhval

Stúlkum og konum sem hyggjast eignast börn á lífsleiðinni ráðið frá því að neyta spiks af grindhval

Mynd: RÚV
Mynd: RÚV

Matvælastofnun birti í gær athyglisverðar leiðbeiningar um neyslu kjöts og spiks af grindhvölum. Stofnuninni hefur borist fjöldi fyrirspurna um hvort nýta megi afurðir grindhvala til manneldis í kjölfar þess að fjöldi þeirra rak á land í Garðskagafjöru í síðustu viku.

Í leiðbeiningunum segir að fullorðnir skuli borða mest eina máltíð af kjöti af grindhval og spiki á mánuði. Ein máltíð er reiknuð sem 250 grömm af kjöti og 50 grömm af spiki, hrátt og óunnið.

Þá segir að konur sem stefni á að verða ófrískar innan næstu þriggja mánaða, eru ófrískar eða hafa barn á brjósti, ættu ekki að borða kjöt af grindhval. Stúlkur og konur ættu raunar alfarið að forðast neyslu grindhvalsspiks, svo lengi sem þær hafi hug á að eignast börn í framtíðinni. Lifur og nýru grindhvals skal síðan aldrei neyta.

Ráðleggingarnar eru gerðar með hjálp matvælastofnun Færeyja, en hefð hefur verið fyrir veiði og nýtingu á grindhval hjá frændum vorum. Grindhvali rekur hins vegar ekki oft á Íslandsstrendur og slík hefð því ekki myndast hér á landi.

Nýjast