Stólarnir sem eru að gera allt vitlaust í dag

Hönnun

Stólarnir sem eru að gera allt vitlaust í dag

EcoFurn, flottustu stólarnir á veröndina í dag
EcoFurn, flottustu stólarnir á veröndina í dag

Flottustu stólarnir á veröndina í dag eru EcoFurn stólarnir. Hönnunin á þeim er aðdáunarverð og lögun þeirra er einstaklega falleg og fangar augað. Þeir prýða umhverfi sitt á heillandi og framandi hátt.  Það sem er sérstakt við  EcoFurn stólana er að þeir eru settir saman með snæri. Því eru þeir 100% endurvinnanlegir og einnig laga þeir sig betur að þeim sem sest í stólinn og undirlaginu sem þeir standa á.

Frumleg saga um hönnun

Sagt er að framleiðslan hafi hafist eftir að hugmynd kviknað þegar eigandi hönnunarinnar var að saga niður tré í gólfborð og það komu alltaf afgangsrenningar. Þá fór hann að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera við afgangsefnið. Hugsanlega, mundi hann eftir gömlu Suður-amerísku viðarstólum sem hann hafði séð áður og úr varð hugmyndin EcoFurn stólarnir.

Vistvænar vörur og færi kolefnaspor

Í rúman áratug hefur EcoFurn unnið að því að framleiða vistvæna vöru úr gegnheilum við. Fjögur atriði einkenna alla framleiðsluna, varan er aðlaðandi, slitsterk, fjölnota og endurvinnanleg. Innblásin af magnaðri náttúru Finnlands sem er tvinnuð saman við nýja hönnun og áratuga reynslu af handverki.

Þannig hefur fyrirtækinu tekist að búa til fallega, sjálfbæra og umhverfisvæna vöru. En fyrirtækið hefur ekki sagt staðar numið hér, þróunarvinnan heldur áfram. Í framtíðinni er ætlunin að hanna nýjar vörur sem byggja á sömu gildum og liggja að baki allri framleiðslu þeirra.  Allar vörur og pakkningar frá Eco furn eru 100% endurvinnanlegar. Þær eru pakkaðar flatar til að koma í veg fyrir óhóflegar pakkningar og minnka flutningskostnað. Að afhenda í flötum pakkningum þýðir minna kolefnaspor.

Lerki, askur og fura

Stólarnir fást í vefversluninni Eftirtekt, www.eftirtekt.is.  EcoFurn stólarnir og kollar í stíl fást í nokkrum viðartegundum, lerki, aski og furu.  Hægt er að sérpanta viðartegundir eins og eik og öl.  Allt kemur ósamsett í flötum pakkningum til Íslands. Aðeins ein stór sending kemur á hverju vori og með því móti er Eftirtekt að leggja sitt að mörkum við að draga úr kolefnisútblæstri sem fylgir miklum flutningum.

Nánari upplýsingar um EcoFurn stólana og vöruúrvalið er að finna á eftirfarandi síðum vefverslunarinnar Eftirtekt:

Heimasíðunni:  www.eftirtekt.is 

instagram: eftirtekt.is_vefverslun

facebook: eftirtekt.is 

Nýjast