Seltjarnarnesbær hækkar gjaldskrár - Guðmundur Ari: „Algjörlega glötuð pólítík“

Seltjarnarnesbær hækkar gjaldskrár - Guðmundur Ari: „Algjörlega glötuð pólítík“

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar hefur ákveðið að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent. Þetta var ákveðið á bæjarfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarnar, segir að með þessari aðgerð hækki álögur á eldri borgara og barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.

Seltjarnarnesbæjar var rekin með 264 milljóna króna halla árið 2018, en áætlanir gerðu ráð fyrir 60 milljóna króna rekstrarafgangi. Guðmundur segir að þessar aðgerðir bæjarins sé gerð til að láta eldri borgara og barnafjölskyldur borga hallan sem var á sveitarfélaginu í stað þess að hækka útsvarið.

„Einnig er þetta algjörlega glötuð pólitík að þegar bærinn er rekinn með tapi þá séu hækkuð gjöld á eldri borgara og barnafólk í stað þess að hreyfa við útsvarinu og að bæjarbúar taki höndum saman við rétta við reksturinn í samræmi við tekjur hvers og eins.“ segir Guðmundur Ari

Þá bætir Guðmundur því við að hækkun bæjarfélagsins brjóti lífskjarasamningin, sem hafi verið undirstaða kjarasamninga sem voru undirritaðir í ár.

„Þessi hækkun brýtur yfirlýsingu sveitarfélaga í tengslum við Lífskjarasamningana um að hækka ekki gjaldskrár sveitarfélaga í ár til að liðka fyrir kjaraviðræðum.“

Nýjast