Sá ekki húsnúmerin í skammdeginu í vinnu sinni og ákvað að hanna húsnúmer með lýsingu

Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri og hönnuður LED húsnúmerana verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Sá ekki húsnúmerin í skammdeginu í vinnu sinni og ákvað að hanna húsnúmer með lýsingu

Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri
Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri

Fjölbreytt úrval er til að húsnúmerum og það má með sanni segja að þau sjáist misvel í skammdeginu á Íslandi. Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri fékk nýja hugmynd af gerð húsnúmera og gerði sér lítið fyrir og hannaði húsnúmer, með LED lýsingu, eftir að hafa lent í því ótt og títt að sjá ekki húsnúmerin í starfi sínu sem leigubílstjóri. Sjöfn fær Böðvar til sín og þau fara yfir tilurð LED húsnúmeranna og útlit þeirra. Meira um LED húsnúmerin í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30

Nýjast