Pergólur til að brjóta vindinn

Hönnun

Pergólur til að brjóta vindinn

Pergóla er góð leið til að brjóta vindinn
Pergóla er góð leið til að brjóta vindinn

Orðið pergóla birtist hér á landi á þeim tíma sem Stanislas Bohic byrjaði að hanna garða fyrir Íslendinga. Pergólur hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi síðustu misseri. Pergóla er með uppistöður og opið þak með bitum.

 

Hefðbundin pergóla er úr timbri en það er líka hægt að hafa uppistöðurnar úr járni eða kortensstáli (rygðað). Í suðrænni löndum eru þær hugsaðar til að búa til skugga en hafa reynst vel hér á landi til að hjálpa til við að brjóta vind. Vegna þess hversu opnar þær eru þá búa þær ekki til skjól einar og sér en með girðingu og gróðri þá styðja þær við skjólmyndun með því að koma í veg fyrir að það slái niður vindi á svæðinu undir. Sé vindur mikill er hægt að strengja segl yfir eða jafnvel smíða á pergóluna þak. Það er mjög fallegt að láta gróður eins og klifurplöntur vaxa í gegnum pergólu. Eplatré má binda við og láta það vaxa upp eftir bitunum og í gegnum þakið. Svo má týna eplin úr þakinu.

Heimildir fengar hjá Urban beat

Nýjast