Nútímalegar og stílhreinar byggingar frá Modulus heilla

Berta Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Modulus sem sérhæfir sig í módulum er hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Nútímalegar og stílhreinar byggingar frá Modulus heilla

Berta Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Modulus
Berta Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Modulus

Í nýju hverfi, við Asparskóg 12 á Akranesi er risin reisuleg og falleg bygging sem nefnist móduli frá fyrirtækinu Modulus. Módular eru byggingar sem afhendast fullkláraðar að innan sem utan með klæðningum, innréttingum, gólfefnum, lögnum, tækjum og öllu sem til þarf. Sjöfn heimsækir Bertu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Modulus í Asparskóginn þar sem verið er að leggja lokahönd á bygginguna. Sjöfn spjallar við Bertu og fræðist upp tilurð og markmið fyrirtækisins og kostina við það að bjóða upp á einingarhús að þessu tagi. Modulus er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og hefur vaxið gríðarlega hratt. Vinsældir einingahúsa og staka módula er mikil og ekki að ástæðulausu.  Sjón er sögu ríkari.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.

Nýjast