Mynd dagsins: Hetjur! Þeim tókst að synda yfir Ermarsundið – „Hér ríkir eintóm gleði“

Mynd dagsins: Hetjur! Þeim tókst að synda yfir Ermarsundið – „Hér ríkir eintóm gleði“

Mynd dagsins er af sundhópnum Marglyttunum sem í kvöld tókst að synda boðsund yfir Ermasund. Sundhópurinn samanstendur af 6 konum, þeim Birnu Bragadóttur, Brynhildi Ólafsdóttur, Sigrúnu Þ. Geirsdóttur, Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, Þóreyju Vilhjálmsdóttur og Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé auk. Þá eru skipuleggjendur þær Gréta Ingþórsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir. Tók það 15 klukkustundir að ljúka sundinu og komu í mark 22:53 að staðartíma í Frakklandi. Þær segja:

„Okkur tókst það. Hér ríkir eintóm gleði og hamingja í bland við smá velgju eftir þessa löngu sjóferð yfir Ermarsundið. Efst í huga okkar Marglyttanna eftir sundið er þakklæti fyrir að hafa náð að synda yfir Ermarsundið og láta þannig drauma okkar rætast. Við erum ánægðar að hafa hreyft við umræðunni um alvarlegar afleiðingar plastmengunar í sjó og sérstaklega glaðar að safna styrkjum fyrir Bláa herinn.“

Marglyttuhópurinn hefur ákveðið að halda áfram söfnuninni fyrir Bláa herinn áfram og mun hún vera í gangi næstu daga. Þær hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Eimskip er aðalstyrktaraðili Marglytta og vegna myndarlegrar aðkomu fyrirtækisins renna öll áheit óskipt til Bláa hersins.

Hægt er að styðja Marglyttur í AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219.

Nýjast