Mikilvægt að innanhússarkitektar og lýsingahönnuðir vinni saman þegar kemur að innanhússhönnun

Helgi Kristinn Eiríksson lýsingahönnuður hjá Lúmex verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Mikilvægt að innanhússarkitektar og lýsingahönnuðir vinni saman þegar kemur að innanhússhönnun

Helgi Kristinn Eiríksson lýsingahönnuður
Helgi Kristinn Eiríksson lýsingahönnuður

Það er margt sem þarf að huga að þegar við veljum ljós og lýsingu í híbýlin okkar og fasteiginir og jafnframt skiptir máli að huga að orkunotkunni. Sjöfn heimsækir Helga Kristinn Eiríksson hjá Lúmex sem ætlar að gefa nokkur góð ráð þegar kemur að því að velja lýsingu. Helgi fer yfir mikilvægi þess að þegar verið er að hanna og innrétta rými eins og eldhús og baðherbergi að hugað sé að lýsingunni. Hönnun á lýsingu er mikilvægur liður í heildrænni hönnun nútíma híbýla og fyrirtækja og því getur góð lýsing aukið vellíðan og jafnvel aukið vinnuafköst til muna. Einnig fáum við að sjá það nýjasta í ljósum, bæði sem snýr að fagurfræðinni og notagildinu. Missið ekki af áhugaverðum þætti í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.

Nýjast