Lítill skilningur á dónatali hjá Miðflokksfólki

#klausturgate

Lítill skilningur á dónatali hjá Miðflokksfólki

Stóðhestur Miðflokksins
Stóðhestur Miðflokksins

Fjórir þingmenn Miðflokssins sem sýndu landsmönnum óvænt inn í hugarheim sinn í upptöku sem gerð var á hverfiskrá alþingismanna við Kirkjutorg fyrir röskri viku, sendu frá sér afsökunarbeiðni á Facebooksíðu Miðflokksins í dag. 

Efnislega er afsökkunarbeiðnin fremur rýr í roðinu, enda ekki hlaupið að því að biðja alla sem fram komu í þriggja tíma yfirferð þeirra afsökunar í einum status. Athyglisverðara er að lesa athugasemdir Miðflokksfólks við afsökunarbeiðnina. Örfáir reyna að koma þingmönnunum til varnar, en mun fleiri eru ósáttir við framkomu þingmannana.

Óli Jón Vignisson segir: "hafið bara vit á að taka pokann ykkar og málið dautt."

Guðrún Jónína Magnúsdóttir segir: "Sem eina talnalæsa konan á Íslandi segðu okkur hinum hver er möguleiki á því í prósentum að við ólæsu kunturnar berum virðingu fyrir þér sem gast ekki sagt eitt orð á barnum til varnar samstarfskonum þínum og kynsystrum fyndist þér í lagi að ég kallaði þig fyllikuntu með kjaftinn fullan af óhróðri"

Júlíana Magnúsdóttir segir: "Þau eiga öll að taka ábyrgð og segja af sér sem þingmenn! ...og fara í áfengismeðferð þar sem þau ráða ekki við innrimann sinn með áfengi um hönd!"

Ásgeir Valur Sigurðsson segir: "Afsögn. Fólk er brjálað af reiði. Það eru bara allir sjóðandi, band vitlausir. Bara afsögn strax!"

Berglind Kristinsdóttir segir: "Hvað með stuðningsmenn ykkar?? Sem lögðu mikið á sig í kosningabaráttunni fyrir ykkur. Er það svona sem fólk haga sér þegar það nær árangri með hjálp annara. Þið eruð þarna fyrir okkur og það er augljóst mál hve upptekin þið eruð að eign þörfum og lestum. Takk og bless!!!!!!!"

Þetta eru óblíðar kveðjur frá stuðningsfólki Miðflokksins. Þessu til viðbótar sagði áhrifakona úr Miðflokknum, Vilborg Hansen, sem setið hefur sem varamaður í bankaráði Seðlabankans sig úr flokknum fyrr í dag.  Það er ljóst að þessu máli er langt frá því að vera lokið. 

 

Nýjast