Lifandi byggð í óspilltri náttúru

Fasteignir og heimili: Hverfi mánaðarins - Urriðaholt

Lifandi byggð í óspilltri náttúru

Urriðavatn í átt að vesturhluta Urriðaholts
Urriðavatn í átt að vesturhluta Urriðaholts

Urriðaholt er nýtt og spennandi hverfi í Garðabæ með einstakt útsýni til allra átta. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og stutt í góðar samgönguæðar sem tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Svæðið býður uppá óþrjótandi möguleika til að stunda útivist, heilbrigða hreyfingu og ýmis konar sport og er hvetjandi fyrir alla til að hreyfa sig.  Samgönguæðar tengja byggðina við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins, eins og Reykjanesbrautina sem tryggir greiðar leiðir til allra átta. Öll þjónustu er til staðar, Kauptúnið þar sem IKEA, Costco, Bónus og fleiri verslanir eru, verslunarkjarninn við þorpið er aðeins í nokkurra mínútna akstursfjarlægð í þjónustu og verslun í Garðabæ, Hafnarfirði eða Kópavogi, eins og í Smáralindina.

Við hönnun holtsins var lögð mikil áhersla á lifandi og sjálfstætt samfélag þar sem gott er að búa og áhersla blöndun íbúðaforma til að stuðla að fjölbreytni og valkostum fyrir alla. Skólinn, Urriðaholtsskóli er tekinn til starfa og í framtíðinni efst í Háholti Urriðaholtsins er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, þjónustu, verslunum, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvirkjum.

Íbúabyggð Urriðarholts byggir á hugsjón um að eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna og umhverfið þar í kring. Þetta er fyrsta hverfið hér á landi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM Communities. Áherslur, Urriðaholts í umhverfis- og skipulagsmálum hefur verið fylgt eftir með alþjóðlegu umhverfis- og vottunarkerfi. Tryggt er að byggingar á svæðinu hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið og stuðli að mannvænu og sjálfbæru samfélagi. Það er heill ævintýraheimur að njóta á Urriðavatni og votlendinu umhverfis það og þar eru heimkynni fjölskrúðra plantna og dýra. Þess vegna er meðal annars lögð mikil áhersla á að Urriðaholt sé umhverfisvæn byggð og tryggja um leið að sambúðin við náttúruna sé vel heppnuð.

Nýjast