Kíkt í skúrinn með Jóa Bachmann: Fjórði þáttur í kvöld

Kíkt í skúrinn með Jóa Bachmann: Fjórði þáttur í kvöld

Ford Fairlane Crown Victoria 1956
Ford Fairlane Crown Victoria 1956

Fjórði þáttur af Kíkt í skúrinn verður sýndur á Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld.

Í þætti kvöldsins er einn af flottustu fornbílum landsins skoðaður. Um er að ræða Ford Fairlane Crown Victoria, árgerð 1956, sem er í eigu Ólafs Jóns Sigurðssonar. Eftir að Ólafur Jón keypti bílinn kom upp mikið ryð í honum en honum hafði verið tjáð að það ætti ekki að koma upp vegna ryðbætinga sem hafi verið búið að ráðast í. Svo var þó ekki og hófst þá ryðbæting og uppgerð þar sem allt var tekið í gegn sama hvar var litið, allt lagað og bíllinn sprautaður og gerður eins og nýr.

Gunnar Már Gunnarsson er stoltur eigandi Mercedes-Benz 280SE 1972. Þessi Benz er óuppgerður, flott eintak sem prýðir eiganda og götur borgarinnar svo eftir er tekið. Benzinn hans Gunnars er gott dæmi um hve vel er hægt að varðveita bíla, sem leiðir til þess að allt endist miklu betur.

Jói Bachmann þáttastjórnandi fær að láni Kia e-Niro hjá Bílaumboðinu Öskju til reynsluaksturs. Hann fær leikkonuna Anítu Briem til að taka að sér þetta hlutverk sem hún leysti glæsilega af hendi og fáum áhorfendur að sjá og heyra af þessum reynsluakstri. Þessi einstaki bíll hefur fengið mikið lof fyrir akstur, þægindi, gott útsýni úr bílnum fyrir ökumann og farþega og mikla og endingagóða drægni.

Nýjast