Keramik kolagrillið sem er elskað af Michelin matreiðslumönnum

Hönnun

Keramik kolagrillið sem er elskað af Michelin matreiðslumönnum

Stóra græna eggið sem tryllir matargestina
Stóra græna eggið sem tryllir matargestina

Big Green Egg, Stóra græna eggið, er eitthvað það fjölhæfasta eldunartæki sem til er.  Allir þeir sem vilja taka eldamennskuna eitthvað lengra fjárfesta í Big Green Egg kolagrillinu.  Þetta fullkomna eldunartól getur grillað, steikt, reykt og bakað. Grillið hefut verið framleitt síðan 1974 og byggir á þúsund ára japanskri aðferð sem fluttist frá Japan yfir til Bandaríkjanna og þykir eitt það besta sinnar tegundar í heiminum. 

Eiginleikar kolagrillsins eru óþrjótandi, það má nota til að hægelda, eða ná upp gríðarlegum hita og einnig er hægt að baka brauð í þessu magnað kolagrilli enda hægt að halda hitanum mjög jöfnum í langan tíma.

Eins og nafnið gefur til kynna er Stóra eggið gert úr egglaga keramikskel, með skál að neðan og loki að ofan. Neðst í skálinni er loftop sem má stækka eða minnka. Notuð eru harðviðarkol í stað pressaðra kola sem hvíla undir grind. Kolagrindin liggur undir keramikskál með götum sem beinir hitanum jafnt upp að matnum sem situr á sjálfri grillgrindinni þar fyrir ofan sem gerir það að verkum að hægt er að stýra hitanum betur.  Byggir þessi hönnun á japönskum kamado-ofnum en þeir vöktu athygli bandarískra hermanna eftir seinna stríð og bárust með þeim vestur um haf  og þetta er útkoman.

Verðið á Stóra græna egginu segja ekki alla söguna en þau kosta sitt. Þau endast nánast að eilífu. Græna eggið, ryðgar ekki og er eins og nýtt út líftíma sinn jafnvel þó að það berjist í íslenskum veðurham allan veturinn á svölunum. Græna eggið er fáanlegt í  nokkrum stærðum og verðflokkum. 

Þetta stórkostlega grill er á óskalistanum hjá þeim sem elska að grilla kræsingar og vilja fá beztu mögulegu útkomuna  úr matreiðslunnni.

Nýjast