Þetta verður þú vita til að þeyta egg á réttan hátt

Húsráð

Þetta verður þú vita til að þeyta egg á réttan hátt

Egg eru mjög næringarík og fjölhæf.
Egg eru mjög næringarík og fjölhæf.

Nokkur atriði ber að hafa í huga þegar þeyta á egg. Egg þeytast best ef þau eru við stofuhita. Takið því eggin úr ísskáp 15 mínútum fyrir þeytingu og leggið í volgt vatn. Þá er eggið tilbúið fyrir þeytingu en þegar á að skilja eggið og þeyta eggjahvítur vöndum við okkur enn frekar.

Þegar þeyta á eggjahvítur, til dæmis í marengs, er þetta rétta leiðin:

  • Hafið skál og spaða alveg hrein og þurr, arða af eggjarauðu eða smá vatnsdropi kemur í veg fyrir að hvíturnar þeytist.
  • Þeytið fyrst hvíturnar, bætið svo sykri hægt út í.
  • Bætið sykri í eggjahvíturnar þegar hægt er í sæta í sæta rétti. Við það verða hvíturnar meðfærilegri.
  • Þeytið eggjahvítur rétt fyrir notkun, þær missa loft við geymslu. 

Þegar egg er aðskilið þarf að vanda til verka. Sláið egginu við skarpabrún. Opnið eggið og veltið rauðunni varlega á milli skurnarhelmingana þannig að hvítan renni niður í skál. Einnig er hægt að fjárfesta í eldhúsáhaldi sem skilur eggið að og frábært áhald að eiga í eldhúsinu.

Nýjast