Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 í grennd við Grindavík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 í grennd við Grindavík

Græna stjarnan sýnir upptök jarðskjálftans
Græna stjarnan sýnir upptök jarðskjálftans

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð klukk­an 6:06 í morg­un um 3 km norðaust­an við Grinda­vík. Jarðskjálft­an­um hafa fylgt nokkr­ir minni eftirskjálft­ar, sem all­ir voru und­ir 1,9 að stærð. Eng­inn órói sést á mæl­um að sögn Veður­stof­unn­ar.

Veðurstofan segir jarðskjálfta al­genga á þessu svæði. Til­kynn­ing­ar hafa þegar borist stofnuninni um að skjálft­inn hafi fund­ist í byggð.

Skjálft­inn varð á landi á um þriggja kíló­metra dýpi. Sig­ríður Magnea Óskars­dótt­ir, sér­fræðing­ur á skjálfta­sviði Veður­stof­unn­ar, seg­ir í sam­tali við Mbl.is að ómögulegt sé að áætla hvort fleiri stór­ir skjálft­ar muni fylgja í kjöl­farið. 

„Þetta er þó þekkt sprungu­svæði,“ seg­ir hún og bætir við að Veður­stof­an muni fylgj­ast vel með þróun mála.

Nýjast